fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Agöthu Christie-æði

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 14. maí 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi á að kvikmynda verk Agöthu Christie hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Velgengni tveggja sjónvarpsmynda sem BBC gerði eftir sögum glæpadrottningarinnar, And Then There Were None og Witness for the Prosecution, var slík að sjónvarpsstöðin hefur ákveðið að blása til sóknar og koma fleiri glæpasögum Christie á skjáinn, alls sjö talsins. Meðal þeirra bóka sem verða nú að sjónvarpsmyndum eru Ordeal by Innnosence og The ABC Murders.

Í ár verður síðan frumsýnd kvikmyndin Crooked House eftir sögu Christie, en Julian Fellowes, handritshöfundur Downton Abbey, skrifaði handritið. Með aðalhlutverk í myndinni fara Glenn Close, Gillian Anderson, Christina Hendricks og Terence Stamps. Í nóvember frumsýnir Kenneth Branagh svo mynd sína um Austurlandahraðlestina sem er gerð eftir einni af vinsælustu sögum Christie.

Ekki nóg með það heldur berast sögur af því að tvær myndir séu í undirbúningi sem fjalla um Christie sjálfa. Alicia Vikander er orðuð við hlutverkið í annarri þeirra og Emma Stone er sögð hafa tekið að sér að leika Christie í mynd sem fjallar um hvarf skáldkonunnar árið 1926, en hún kom ekki í leitirnar fyrr en eftir tíu daga. Opinbera skýringin á hvarfinu var sú að hún hefði þjáðst af minnisleysi. Christie ræddi aldrei um hvarf sitt og í sjálfsævisögu sinni minntist hún ekki á það. Báðar þessar myndir verða ekki gerðar án leyfis frá barnabarni Christie og enn er óvist hvort það fæst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld