fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Nettröll veitast að Lily Allen

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 5. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska söngkonan Lily Allen hefur tekið sér frí frá Twitter eftir andstyggilegar athugasemdir netverja. Allen hefur verið ötull talsmaður þess að vel sé gert við flóttamenn og sérstaklega múslima, en sú barátta hefur mætt harðri gagnrýni nettrölla sem hafa látið svívirðingar dynja á henni. Á Twitter sögðust einhverjir efast um geðheilsu hennar. Söngkonan svaraði á Twitter og sagðist vissulega glíma við andleg veikindi, en það jafngilti því ekki að skoðanir hennar væru einskis virði. Allen segist hafa þjáðst af þunglyndi og áfallastreituröskun. Seinna útskýrði hún að veikindin mætti að hluta rekja til þess að sonur hennar lést við fæðingu árið 2010. Ekki varð þessi útskýring til að friða nettröllin og eitt þeirra skrifaði á Twitter að ef söngkonan hefði látið vera að fylla líkama sinn af dópi þá hefði hún ekki misst fóstur. Allen svaraði og sagði að hún hefði ekki misst fóstur. Hún hefði fætt barn fyrir tímann og sonur hennar hefði dáið vegna þess að naflastrengur hans var vafinn um háls hans. Allen tilkynnti síðan að hún ætlaði að taka sér frí frá Twitter, sem kemur sannarlega ekki á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala