fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hin myrku ár Charlotte Rampling

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 19. mars 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Charlotte Rampling segist hafa þjáðst af þunglyndi sem á tímabili varð til þess að hún hafnaði hverju hlutverkinu á fætur öðru. Það varð til þess að leikstjórar hættu að leita til hennar. Rampling var á fimmtugsaldri þegar þunglyndið heltók hana og það stóð árum saman. Rampling fór fyrst í meðferð vegna þunglyndis árið 1984 og fékk einhverjum árum seinna taugaáfall. Eiginmaður hennar, tónskáldið Michael Jarre, yfirgaf hana vegna annarrar konu og minningin um sjálfsmorð systur hennar reyndist Rampling einnig erfið.

Rampling sendi nýlega frá sér bók, Who I Am, þar sem hún fjallar um systur sína og fjölskylduharmleikinn. Systir hennar, Sarah, skaut sig skömmu eftir að hafa fætt son. Sarah var 23 ára og Charlotte tvítug. Móðir þeirra systra fékk hjartaáfall skömmu síðar og missti málið.

Franskur sambýlismaður Rampling til margra ára lést árið 2015 eftir baráttu við krabbamein. Þau bjuggu saman í París og þar býr leikkonan enn. Rampling, sem er 71 árs, leikur önugan lögfræðing í breska framhaldsmyndaflokknum Broadchurch. Hún hefur nýlokið leik í spennumynd þar sem aðalhlutverkið er í höndum Jennifer Lawrence. Rampling ber mikið lof á Lawrence og segir að hún sé einstaklega vel gerð og jarðbundin manneskja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag