fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025

Tómas:„Yrði brjálaður ef ég færi að eltast við allar heimskulegu athuga-semdirnar á Youtube“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli vakti þegar leikarinn Tómas Lemarquis birtist í myndböndum með vélmenni árið 2016. Þessi myndbönd hafa nú af einhverjum ástæðum komist aftur í deigluna nú og miklar umræður spunnist um þau á Youtube og víðar. Tómas ræddi við DV um tilurð myndbandanna og hvaða skoðun hann hefur á vélmennum.

Sögð hafa meiri réttindi en aðrar konur í Saudi Arabíu

Myndböndin nefnast Sophia Awakens og sýnir Tómas sem skapara vélmennisins Sophiu. Þau eiga samtal um heima og geima og virðist fara vel á með þeim. Hann segir að mynböndin séu kynning frá framleiðanda vélmennisins, Hanson Robotics, en ákveðið hafi verið að setja þetta upp í formi stuttmyndar. „Ég kom ekkert að hönnun eða þróun vélmennisins, þetta var allt saman leikrit.“ Í myndbandinu virðist Sophia hafa talvert meiri getu en í öðrum myndböndum sem sést hafa og á það sér eðlilegar skýringar. „Leikkona las og tjáði svipbrigði sem Sophia hermdi eftir henni. Þetta var fyrir fram ákveðið. Með myndbandinu vonuðust framleiðendurnir til að geta sýnt hvað vélmennið myndi geta í framtíðinni.“

Fyrir skemmstu fékk Sophia, sem var smíðuð í Hong Kong, ríkisborgararétt í Saudi Arabíu. Gervigreind hennar er svo mikil að hún getur haldið uppi samræðum við fólk. „Fólk var farið að segja að hún hefði meiri réttindi en aðrar konur í þar í landi og ég hef einhverra hluta vegna blandast inn í þær umræður. Ég er enginn stuðningsmaður kvennakúgunar í Saudi Arabíu.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=tliMcESLbxQ&w=560&h=315]

Leikur vampíru í nýrri mynd

Stuttmyndin er langt því frá að vera stærsta stundin á leikferlinum að mati Tómasar. „Leikarar hafa ekki fulla stjórn á þeim verkefnum sem þeir taka þátt í og hvert þau stefna. Stundum fer eitthvað svona á flug. Þessi stuttmynd er ekki eitthvað sem skiptir mig máli. Ég hef leikið í mörgu öðru sem ég er stoltur af en hefur ekki fengið eins mikla athygli.“

Tómas er nú staddur í Lúxemborg við tökur á kvikmyndinni Dreamland sem kemur út á næsta ári. Þetta er lítil framleiðsla sem skartar þó stjörnum á borð við Juliette Lewis og Henry Rollins. Tómas fer þar með hlutverk vampíur og bróður persónu Juliette Lewis. Á undanförnum árum hefur hann leikið í Hollywood kvikmyndum á borð við X-Men: Apocalypse og 3 Days to Kill. Hann segist hafa nóg af verkefnum af ýmsum toga í burðarliðnum.

Fólk hrætt við vélmenni

Tómas segist ekki hafa trú á því að hægt sé að búa til alvöru persónu úr vél. „Ég er samt pínu hræddur við allt svona. Ég er mjög hlynntur því að vélmenni séu notuð til að aðstoða eldra fólk og fleira í þeim dúr. En mjög á móti því að þau séu notuð í hernaði.“ Hann lék nýverið í Hollywood myndinni Blade Runner 2049 þar sem vélmenni komu einnig við sögu. „Einhverra hluta vegna sogast ég inn í svona hlutverk.“

Í Sophia Awakens tala Tómas og Sophia saman um tortímingu mannkyns en á nokkuð léttvægan hátt. Hvers vegna var það? „Framleiðendur vélmennisins komust í klemmu vegna eldri myndbanda þar sem Sophia gantaðist með þessa hluti. Fólk er mjög hrætt við að sjálfsmeðvituð vélmenni snúist gegn okkur. Þess vegna spjölluðum við um þetta.“

Í athugasemdum við myndböndin hafa óprúttnir aðilar haldið því fram að Tómas sjálfur líkist Sophiu og tali á svipaðan hátt og hún. Tómas gefur lítið fyrir slík ummæli. „Ég yrði brjálaður ef maður færi að eltast við allar heimskulegu athugasemdirnar á Youtube og víðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Adam Örn í Leikni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna

Þessi sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks