fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025

Davíð Þór: „Það er persónan sem kveikir lostann, ekki kjötið.“

Eignaðist barn 18 ára – Slóst við Stein Ármann – Erótískar myndatökur óvissuferð – Átti ekki fyrir páskaeggjum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur komið víða við í lífi sínu á sviði lista og fræða. Kristinn Haukur heimsótti hann í kirkjuna og spurði meðal annars út í grínferilinn, ritstjórnina á Bleiku og bláu, prestsstörfin og baráttuna við áfengið. Þetta er brot úr löngu viðtali úr helgarblaði DV.

Augun erótískasti líkamshlutinn

Í gegnum tíðina hefur Davíð tekið þátt í ýmsum verkefnum, svo sem uppsetningu leikrita, þýðingum, spurningaþáttum, tónlistarútgáfu og mörgu fleiru. Til ársins 1997 var hans aðalstarf hins vegar dagskrárgerð í útvarpi. „Ég var orðinn leiður á útvarpinu og sé það eftir á að þetta var kulnun í starfi. Að vera í beinni útsendingu og geta ekki átt vondan dag. Ég var líka á þeim stað í lífi mínu að ég átti hlutfallslega fleiri vonda daga en ella. Þetta var farið að ganga nærri mér, svona mikið og náið samstarf við jafn krefjandi persónur eins og Stein Ármann og Jakob Bjarnar. Mig langaði út úr þessu.“

Þá höfðu útgefendur tímaritsins Bleikt og blátt samband við Davíð og buðu honum ritstjórastöðuna. Á þeim tímapunkti hafði salan dregist mikið saman og til tals kom að leggja blaðið niður. Davíð greip gæsina og breytti tímaritinu eftir eigin höfði. „Þarna var bara læknisfræði og anatómía. Þetta var kynfræðslutímarit en ég vildi gera þetta að tímariti um kynferðismál, kynlíf og erótík.“

Höfðu kynferðismál verið sérstaklega mikið áhugamál fram að þessu?

„Nei, en ég hef alltaf haft áhuga á opinskárri umræðu og andstyggð á tvískinnungi, hræsni og tepruskap. Ég vildi rugga bátum líkt og í útvarpinu og sýna borgaralegu siðgæði puttann.“

Undir stjórn Davíðs gekk Bleikt og blátt ákaflega vel og hann er auðsjáanlega stoltur af árangrinum. „Tölublöðunum fjölgaði úr sex í fjórtán og þegar ég hætti, fjórum árum síðar, var tímaritið eitt það söluhæsta á Íslandi. Blaðið var 52 síður og 16 af þeim lagðar undir erótíska ljósmyndaþætti. Eftir á að hyggja er eins og enginn hafi lesið greinarnar sjálfar,“ segir hann kíminn.

Hvað gerðir þú öðruvísi varðandi myndaþættina en forverar þínir?

„Það eina við ljósmyndaþættina sem breyttist í minni ritstjórnartíð var að þú sást augu fólksins sem sat fyrir. Þetta voru ekki hauslausir kjötskrokkar eins og áður. Þá áttaði ég mig á því að erótískasti líkamshlutinn er augun. Um leið og þú klippir hausinn af manneskjunni er ekki neitt erótískt við þetta heldur aðeins anatómía. Það er persónan sem kveikir lostann, ekki kjötið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana