fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

„Fyllist fyrst og fremst stolti“ segir Edna

Landsliðið í körfu þakkar mæðrum sínum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karla­landsliðið í körfuknatt­leik hélt í morgun til Finn­lands þar sem það mun leika á Evr­ópu­mót­inu. Fyrsti leik­ur liðsins er gegn Grikklandi í Hels­inki á fimmtu­dag, kl. 13:30 að ís­lensk­um tíma. Um helgina var frumsýnt nýtt myndband þar sem landsliðið þakkar þeim sem fyrst og fremst hafa stutt þá, mæðrum sínum.

„Mesti heiðurinn er samt annarra, þeirra sem hafa ávallt stutt okkur, sem hafa hjálpað okkur, hvatt okkur, hughreyst okkur og gert okkur að betri mönnum. Takk mamma. Takk Ísland,“ segir Kristófer Acox fyrir hönd landsliðsins.
Kristófer er alinn upp af einstæðri móður, Ednu Maríu Jacobsen og móður hennar, Magnhild, sem er fallin frá og kynntist hann föður sínum fyrst, þegar hann var 14 ára.

Kristófer er alinn upp af einstæðri móður, Ednu Maríu Jacobsen og móður hennar, Magnhild.
Alinn upp af mömmu og ömmu Kristófer er alinn upp af einstæðri móður, Ednu Maríu Jacobsen og móður hennar, Magnhild.

„Ég bara grenjaði í gær þegar ég sá þetta, maður verður svo ótrúlega stolt, auðmjúk og glöð,“ segir Edna María Jacobsen, móðir Kristófers og ein þeirra mæðra sem leika í auglýsingunni.

„Hugurinn fór á flug til baka yfir öll árin sem ég var ein af mömmunum sem mætti á alla leiki, sem smurði nesti, stóð í fjáröflunum og svo framvegis.

„Ég er fyrst og fremst stoltust af honum Kristófer, af því að hann hefur yfirstigið ýmsa erfiðleika og er núna kominn alla leið. Og stolt af liðinu, strákunum okkar.“

Nokkrar mæður landsliðsmannanna á bekknum, þar sem þær hafa oft setið, ásamt öðrum ættingjum og vinum, og hvatt og stutt sína stráka,
Mömmurnar á bekknum Nokkrar mæður landsliðsmannanna á bekknum, þar sem þær hafa oft setið, ásamt öðrum ættingjum og vinum, og hvatt og stutt sína stráka,
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=FQRE3sATOK4?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Evrópumótið fer fram 31. ágúst – 17. september og Ísland er í riðli með Finn­um, Frökk­um, Grikkj­um, Pól­verj­um og Slóven­um. Íslenska liðið skipa:

Mart­in Her­manns­son – Chalon-Reims – 51 lands­leik­ur
Ægir Þór Stein­ars­son – Tau Ca­stello – 48 lands­leik­ir
Kristó­fer Acox – KR – 25 lands­leik­ir
Hlyn­ur Bær­ings­son – Stjarn­an – 111 lands­leik­ir
Jón Arn­ór Stef­áns­son – KR – 91 lands­leik­ur
Elv­ar Már Friðriks­son – Barry há­skól­inn í BNA – 27 lands­leik­ir
Hörður Axel Vil­hjálms­son – Ast­ana – 65 lands­leik­ir
Logi Gunn­ars­son – Njarðvík – 138 lands­leik­ir
Pavel Ermol­in­skij – KR – 62 lands­leik­ir
Hauk­ur Helgi Páls­son – Cholet – 56 lands­leik­ir
Tryggvi Snær Hlina­son – Valencia – 19 lands­leik­ir
Brynj­ar Þór Björns­son – KR – 62 lands­leik­ir

Þrjú myllumerki verða notuð í keppninni og er rétt að vera með þau á hreinu áður en mótið hefst:
EuroBasket2017, er notað fyrir mótið í heild,
korfubolti, er notað af íslenskum áhorfendum og hefur verið gert í áraraðir
IceEm17, er notað af stuðningsmönnum íslenska liðsins og því sem þeir vilja deila

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins