fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Rataði ekki á fyrstu æfinguna

Tryggvi Snær segist ekki hafa getað neitt í upphafi – Tók ævintýralegum framförum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. ágúst 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar sögur eru svo lygilegar að vart nokkrum rithöfundi eða kvikmyndaleikstjóra myndi detta í hug að bera þær á borð fyrir lesendur eða áhorfendur. Slík er saga Tryggva Snæs Hlinasonar. Sextán ára gamall hafði hann varla snert körfubolta og kunni ekki reglurnar. Hann stundaði sitt rafvirkjanám og stefndi að því að fara heim í sveitina í Svartárkoti í Bárðardal til að aðstoða foreldra sína við búskapinn, verða jafnvel bóndi sjálfur. En í janúar 2014 gekk hann inn á æfingu hjá Þór á Akureyri, fékk körfubolta í hendurnar og hefur ekki litið til baka síðan.

Nú, þremur og hálfu ári síðar, er Tryggvi á leið með íslenska landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi, er búinn að semja við Spánarmeistara Valencia um að leika sem atvinnumaður með liðinu næstu ár og taldar eru verulegar líkur á að hann verði valin í NBA-nýliðavalinu á næsta ári og verði þar með aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að spila í langsterkustu körfuknattleiksdeild í heimi. „Sagan mín er sérstök, það er líklega alveg rétt,“ segir bóndasonurinn hávaxni úr Bárðardalnum, sem „fannst úti í hlöðu og fór í atvinnumennskuna“, í viðtali við DV.

Framfarir Tryggva hafa verið með ólíkindum

Tryggvi Snær Hlinason

Undrabarnið úr Bárðardalnum

Fæddur 28. október 1997.

Er 216 sentimetrar á hæð.

Bóndasonur úr Svartárkoti í Bárðardal.

Byrjaði að æfa körfubolta í janúar 2014 með Þór á Akureyri.

Samdi við Spánarmeistara Valencia til fjögurra ára í sumar.

Talinn líklegur til að verða valinn í nýliðavali NBA á næsta ári.

Er á leiðinni á Evrópumótið í Finnlandi með íslenska landsliðinu.

Rataði ekki á fyrstu æfingu

Tryggvi bjó á heimavist á Akureyri fyrstu tvö árin sín í framhaldsskóla en bjó síðan hjá frænku sinni í bænum. Hann mætti á sína fyrstu körfuboltaæfingu í janúar 2014, hjá Þór á Akureyri. „Ég ætlaði mér alltaf að byrja að stunda einhverjar íþróttir þegar ég færi til náms en var svo sem ekki búinn að ákveða hvað það ætti að vera. Mig langaði samt alltaf í körfubolta, ég hafði mestan áhuga á honum. Ég var hins vegar að jafna mig af einkirningasótt þarna um haustið 2013 og það er ekki gott að hefja miklar æfingar á slíkum tímapunkti þannig að ég frestaði því fram yfir áramótin. Fyrsta æfingin var nú dálítið skrautleg, satt að segja. Ég mætti í Hamar, Þórsheimilið, en þar var mér sagt að þar væru engar æfingar enda er húsið ekki íþróttahús. Mér var sagt að fara upp í Síðuskóla sem er þarna talsvert ofar í Þorpinu, en þar æfði meistaraflokkur. Ég var auðvitað bara gangandi á þessum tíma og gekk upp í Síðuskóla en þar var engin æfing. Það endaði með því að ég hringdi í Bjarka, þjálfarann, því ég vissi ekkert hvert ég átti að fara næst. „Þú sagðir mér að mæta í húsið. Hvaða hús eiginlega?“ spurði ég. Ég gekk síðan út á næstu bensínstöð og þangað kom Bjarki keyrandi og sótti mig. Strákarnir sögðu mér að þeir hefðu ekki skilið neitt, hann hefði bara farið út og komið með þennan stóra strák með sér til baka, tuttugu mínútum of seint. Strákarnir urðu mjög hissa við að sjá mig, svona risastóran strák ganga í salinn. Ég þekkti náttúrlega engan en ég kynntist þeim fljótt.“

Gat ekki neitt

Tryggvi segir að hann hafi ekki gert neinar rósir á sinni fyrstu æfingu, með strákum sem sumir hverjir höfðu æft íþróttina í áratug og létu boltann dansa í kringum hann. „Ég var spenntur og stressaður. Ég kunni svona einföldustu reglur en var ekki með allt á hreinu. Ég gat auðvitað ekki neitt þegar ég byrjaði en ég var fljótur að ná þessu og bæta mig, bætti mig í raun bara jafnt og þétt. Ég byrjaði síðan sumarið eftir að æfa með meistaraflokki og spilaði með þeim strax veturinn eftir. Ég fékk mjög sterk viðbrögð strax, ég var auðvitað svona stór og það eru ekki margir svona stórir strákar í körfunni. Mjög fljótt fann ég að ég vildi ná árangri, komast áfram og í landsliðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því