fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Grétar fagnar afmælinu sínu með einstökum hætti: „Þú verður að leggja í karmabankann til að eiga inni fyrir óþekktinni“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er einfaldlega þannig að þú verður að leggja í karmabankann til að eiga inni fyrir óþekktinni,“ segir Grétar Sigurðarson athafnamaður en hann hyggst fagna 41 árs afmæli sínu með því að bjóða 300 foreldrum og börnum í bíó. Í samtali við DV.is kveðst Grétar vilja gera efnaminni fjölskyldum kleift að gera sér glaðan dag með þessum hætti en þetta er ekki í fyrsta skipti sem að hann fagnar afmæli sínu með því að gera góðverk fyrir aðra.

Grétar greindi frá framtakinu á facebooksíðu sinni skömmu fyrir verslunarmannahelgina og svo aftur fyrr í dag. Hyggst hann bjóða 300 manns frítt í Laugarásbíó á fjölskyldumyndina Aulinn Ég 3 en sýningin er á miðvikudaginn 16. ágúst kl 18:00. Hvetur hann fólk til að senda sér skilaboð í gegnum síðuna og taka þar fram fjöldan í hverjum hóp og greina á milli barna og fullorðinna. Þá hvetur hann einstaklinga til að leggja sér lið í tengslum við framtakið í stað þess að gefa honum afmælisgjafir.

Í samtali við blaðamann segir hann Laugarásbíó eiga bestu þakkir skilið fyrir samstarfið. „Það er frábært að geta leyft efnaminna fólki að fara í bíó og njóta þess. Það eru svo margar fjölskyldur þarna úti sem geta ekki leyft sér eitthvað svona. Einstæð fjögurra barna móðir er örugglega ekki fara oft í bíó með börnin sín,“ segir hann og bætir við að viðbrögðin hafi hingað til verið afskaplega góð. Hann sér því ekki fram á vandræði við að fylla salinn og kveðst ætla að leigja salinn á ný og halda aðra sýningu ef þess þurfi.

Sonurinn tekur þátt

Þetta er fimmta skiptið sem að Grétar fagnar afmælinu sínu með því að styðja við bakið á þeim sem minna mega sín. Karmasöfnunin er þannig fyrir löngu orðin að árlegri hefð.

„Fyrsta árið fór ég og eldaði og hélt grillveislu handa útigangsmönnum og svo hefur þetta stækkað og stækkað og orðið meira með hverju árinu,“ segir hann en árið á tók hann upp á því að fá mannskap í lið með sér og koma að viðgerðum á húsnæði Hlaðgerðarkots. Árið 2015 safnaði hann síðan ríflegri upphæð fyrir Barnaspítalann. Á fertugsafmælinu í fyrra notaði hann síðan peningana, sem annars hefðu farið í veisluna, og keypti mat fyrir fjórar fjölskyldur í neyð. Fjögurra ára gamall sonur Grétars, Sigurður Þór tók síðan þátt í að koma gjöfunum til skila ásamt pabba sínum en hann hefur að sögn Grétars tekið heilshugar þátt í góðverkunum.

„Hann er algjörlega inni í þessu með mér og vill alltaf vera að hjálpa fátækum,“ segir Grétar en góðverk þeirra feðga takmarkast svo sannarlega ekki við afmælisdagana. Í desember síðastliðnum fékk hann til að mynda lánað iðnaðareldhús og eldaði 174 máltíðir sem feðgarnir keyrðu síðan út til fjölskyldna í neyð.

Hann hvetur fleiri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins í stað þess að eyða peningum í dauða hluti. „Það er svo margt sem er hægt að gera og þetta skilur svo mikið eftir sig. Það eru margir þarna úti sem hafa sagt við mig hvað þeim finnist þetta sniðugt og þeir ætli að gera það sama en svo sér maður ekkert gerast. Það þarf bara að kýla hlutina í gang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra