fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Nostalgískir jaðarrokktónar Dinosaur jr.

Rokktónleikar í Silfurbergi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaðarrokksveitin Dinosaur jr. hélt nýverið tónleika í Silfurbergi í Hörpu. Hljómsveitin er kannski ekki vel þekkt hér heima, en aðdáendur hennar létu sig ekki vanta og sveif nostalgían yfir indietónlistinni sem sveitin hóf að spila á níunda áratugnum.

Murph trommari einbeittur á bak við settið.
Húðirnar lamdar Murph trommari einbeittur á bak við settið.

Mynd: Mummi Lú

Bassaleikarinn Lou Barlow kemur sér fyrir, en stemningin á tónleikunum var eins og á góðri hljómsveitaræfingu.
Afslappað andrúmsloft Bassaleikarinn Lou Barlow kemur sér fyrir, en stemningin á tónleikunum var eins og á góðri hljómsveitaræfingu.

Mynd: Mummi Lú

J Mascis gítarleikari og söngvari hefur engu gleymt frá því sveitin kom fyrst fram. Hann er jafnframt aðallagahöfundur sveitarinnar.
Hefur engu gleymt J Mascis gítarleikari og söngvari hefur engu gleymt frá því sveitin kom fyrst fram. Hann er jafnframt aðallagahöfundur sveitarinnar.

Mynd: Mummi Lú

Dinosaur jr. var stofnuð árið 1984 af þeim J Mascis gítarleikara, Lou Barlow bassaleikara og Murph trommara og tóku þeir upp þrjár plötur áður en mannabreytingar urðu á síðustu öld. Árið 2005 komu upprunalegir meðlimir aftur saman og hafa þeir gefið út fjórar plötur eftir sameininguna. Alls hefur Dinosaur jr. gefið út ellefu plötur og kom sú nýjasta, Give a Glimpse of What Yer Not, út árið 2016. Platan innihélt talsvert af nýju efni og hlaut mikið lof gagnrýnenda og aðdáenda sveitarinnar.

Oyama sá um upphitun, en sveitin spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins og sækir mikinn innblástur í Dinosaur Jr. Sveitin gaf plötuna Coolboy út árið 2014 við góðar undirtektir og Síðastliðið vor kom smáskífan Handsome Devil út. Oyama vinnur nú að efni fyrir næstu plötu.

Kári Einarsson gítarleikari.
Oyama hitar upp mannskapinn Kári Einarsson gítarleikari.

Mynd: Mummi Lú

Úlfur Alexander Einarsson gítarleikari og söngvari.
Úlfur Alexander Einarsson gítarleikari og söngvari.

Mynd: Mummi Lú

Júlía Hermannsdóttir söngkona Oyama.
Júlía Hermannsdóttir söngkona Oyama.

Mynd: Mummi Lú

Ingvi Rafn, bassaleikari Oyama
Ingvi Rafn, bassaleikari Oyama

Mynd: Mummi Lú

Á tónleikum er jafnan einhver varningur til sölu með nafni og mynd viðkomandi listamanns.
Varningur til sölu Á tónleikum er jafnan einhver varningur til sölu með nafni og mynd viðkomandi listamanns.

Mynd: Mummi Lú

Karl Óttar Pétursson, meðlimur pönksveitarinnar Saktmóðigur og framkvæmdastjóri Eistnaflug, Helga Dóra Dimmumamma og Bergur Geirsson bassaleikari Buffsins með meiru, eru öll miklir rokkaðdáendur og fylgjast með fleiri sveitum en sínum eigin.
Rokkaðdáendur Karl Óttar Pétursson, meðlimur pönksveitarinnar Saktmóðigur og framkvæmdastjóri Eistnaflug, Helga Dóra Dimmumamma og Bergur Geirsson bassaleikari Buffsins með meiru, eru öll miklir rokkaðdáendur og fylgjast með fleiri sveitum en sínum eigin.

Mynd: Mummi Lú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 1 viku

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 1 viku

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“