fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Jón Þór tók yfirdrátt og borgaði 140 þúsund fyrir þetta rafhjól

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 24. júlí 2017 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson, hinn skeleggi þingmaður Pírata keypti rafhjól á 140 þúsund krónur. Frá þessu greinir þingmaðurinn með stolti á Facebook-síðu sinni. Deilir þingmaður mynd af hjólinu og hvetur sem flesta til að kaupa hjól og spara þannig fjármuni. Ekki eru allir hrifnir af hjóli þingmannsins. Vinur Jóns á Facebook, Ási Helguson segir ósáttur:

„Æði, sum okkar eiga samt ekki fyrir mat af því að leigan er að ganga frá okkur, en værum annars alveg til í að versla rafhjól og sleppa við að koma of seint í vinnuna með strætó sem gengur óreglulega. Myndum líka spara 11þ á mánuði við að sleppa græna kortinu, hefðum kannski efni á að vinna heilan dag OG kaupa lunch. En til hamingju, og til hamingju með að vera með 1,1 á mánuði. ÆÐI“

Jón Þór svarar og kveðst hafa keypt hjólið fyrir ári, þegar hann starfaði við malbikun. Segir Jón að hann hafi tekið yfirdrátt og ætlað sér að spara aura sem annars færu í Strætó eða bensín.

„Fyrir ári síðan þegar ég keypti hjólið og var starfsmaður á plani í malbikinu (Já það tók ár að fá það) þá hugsaði ég einmitt eins og þú Ási að það sparar peninga að vera á rafhjóli og maður er fljótari yfir með en með strætó, svo ég tók yfirdrátt og keypti þetta. Sé ekki eftir því,“ segir Jón Þór og bætir við á öðrum stað að forsætisráðherra Dana sé einnig aðdáandi rafhjólsins og væri jafnvel ráð að skipta því út fyrir forsætisráðherrabílinn.

„Deili þessu núna eins og þegar og (ég) keypti það fyrir ári, til að fleiri geti farið að spara á ánægjuleg hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Í gær

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið