fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Gleðigjafinn Monsa byrjuð að vinna í Sóltúni: Annast fólk sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2017 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum bættist nýr meðlimur við í öflugan starfshóp hjúkrunarheimilisins Sóltúns í Reykjavík. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að umræddur starfsmaður heitir Monsa, er titlaður sem gleðigjafi og er af hundakyni. Segja má að Monsa hafi fylgt með í kaupunum þegar eigandi hennar, Stefanía Svavarsdóttir, hóf störf hjá Sóltúni fyrir nokkru.

„Ég var í vandræðum með pössun fyrir Monsu þegar ég byrjaði að vinna í Sóltúni og bað um leyfi að fá að taka hana með í vinnuna. Það reyndist auðsótt,“ segir Stefanía í samtali við DV.

Óhætt er að fullyrða að Monsa hafi frá fyrsta degi brætt hjörtu allra þeirra sem tengjast Sóltúni, starfsfólki og íbúa. Í starfi sínu annast Stefanía aðallega fólk sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn og Monsa hefur sérstaklega góð áhrif á slíka einstaklinga.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað svona lítið dýr getur gert mikið fyrir fólk. Sumir sem hér dvelja eru einangraðir og hafa lítið við að vera. Um leið og ég set Monsu í kjöltu slíkra einstaklinga þá lifnar yfir þeim,“ segir Stefanía.

Að hennar mati ættu fleiri hjúkrunarheimili að rýmka reglur sínar varðandi dýr innan dyra. „Ávinningurinn er ólýsanlegur. Sóltún er fyrst og fremst heimili en ekki sjúkrastofnun. Monsa hjálpar til við að auka þá upplifun,“ segir Stefanía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra