fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Ólína: Gjalda fyrir að vera þingmenn: Þingmannsstarfið er samfélagsþjónusta

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

*Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur árbókar Ferðafélagsins 2017. Bókin nefnist Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp. Ólína á ættir að rekja til Ísafjarðar, fluttist þangað 14 ára gömul með fjölskyldu sinni og var þar í menntaskóla. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur og lærði íslensku, bókmenntir og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún starfaði meðal annars sem sjónvarpsfréttamaður, borgarfulltrúi og háskólakennari en sneri aftur til Ísafjarðar árið 2001 til að taka við starfi skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Hún varð þingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009–2013 og 2015–2016.

Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Ólínu og ræddi við hana um nýju bókina, árin á Ísafirði, starfsferilinn, pólitíkina og skáldskapinn.*

Ólína er á förum frá Ísafirði, flytur suður í sumar. „Ég get lagt þessa bók, sögu um mannlíf, náttúru og líf við Djúp í gegnum aldirnar, á borð með mér í kveðjuskyni,“ segir hún.

Þingmannsstarfið er samfélagsþjónusta

Það hefur stundum verið sagt að eftir fimmtugt sé erfitt fyrir konur að fá vinnu. Er það þín reynsla?

„Já. Það er mjög lítið rými fyrir konur sem eru eldri en fimmtugar á vinnumarkaði. Ég sé þær ekki mikið nýráðnar í góðum stöðum.“

Það er líka sagt að það sé erfitt fyrir alþingismenn að fá vinnu? Stundum er eins og þeir mæti andúð þegar tilkynnt er um að þeir séu komnir í nýtt starf.

„Já, og það er alltaf gert að fréttum ef þeir sækja um störf, sem vinnur gegn þeim og hefur áhrif á atvinnumöguleikana. Það er svo mikill tvískinnungur uppi í þessum efnum. Annars vegar er uppi krafa um að starf alþingismannsins sé ekki ævistarf, það verði að eiga sér stað endurnýjun og útskipting. Gott og vel, en þá verða menn líka að eiga afturkvæmt inn í samfélagið eftir að hafa þjónað á Alþingi. Þingmannsstarfið er samfélagsþjónusta og menn eiga ekki að gjalda fyrir það, þótt þeir eigi ekki að njóta neinna forréttinda heldur. Fólk á að fá að njóta hæfileika sinna, menntunar og þekkingar, en það er misbrestur á því þegar stjórnmálamenn eru annars vegar.

Kannski eimir líka eftir af því viðhorfi að ef stjórnmálamaður sem er hættur fær starf þá sé það einhvers konar fyrirgreiðsla, en það er ekki þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Í gær

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“