fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fókus

Naomi Campbell biður bænir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 22. maí 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fyrsta sem hin 46 ára gamla fyrirsæta Naomi Campbell gerir á morgnana er að fara með bænir og það er sömuleiðis það síðasta sem hún gerir áður en hún leggst til svefns. Frá þessu segir hún í viðtali í Sunday Times. Í viðtalinu vitnar hún í orð Nelson Mandela um að einstaklingar eigi að leggja öðrum lið. Campbell vinnur ötullega að góðgerðamálum, einkum þeim sem snúa að velferð barna. Undanfarið hefur hún verið við kvikmyndatökur á dramaþáttunum Star. Í viðtalinu við Sunday Times segist Campbell hafa unun af að horfa á raunveruleikaþætti, og nefnir þar sértaklega Real Housewives.

Campbell hugar vel að mataræði sínu og leggur sér vitanlega ekki ruslfæði til munns. Slíkan mat segist hún hins vegar hafa borðað þegar hún var að hefja fyrirsætuferil sinn. Nú viti hún betur. Hún mælir með hugleiðslu, en á síðasta ári var hún á hugleiðslunámskeiði hjá David Lynch. Á sínum tíma komst Campbell iðulega í fréttir vegna villts lífernis og eiturlyfjaneyslu, auk þess sem einkalíf hennar var mjög í sviðsljósinu, en hún hefur átt í nokkrum ástarsamböndum en hefur aldrei gifst. Nú eru breyttir tímar og Campbell segist vera orðin sátt við sjálfa sig. Hún viti hverjum þyki vænt um hana og hverjir séu tryggir vinir og sé ekki í leit að nýjum vinum.

Spurð hvaða ráð hún vilji gefa öðrum segist hún ráðleggja þeim að helga sig einungis því sem þeir hafi ástríðu fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hermann um skilnaðinn og svikin – „Hann laug að ég væri dáinn“

Hermann um skilnaðinn og svikin – „Hann laug að ég væri dáinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ADHD og vandamál með matarvenjur leiðast oft hönd í hönd – Gerðu þetta í staðinn

Segir að ADHD og vandamál með matarvenjur leiðast oft hönd í hönd – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það eina sem Demi Moore krafðist fyrir fræga bikiníatriðið

Það eina sem Demi Moore krafðist fyrir fræga bikiníatriðið