fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Játningar Brad Pitt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta viðtal Brad Pitt eftir skilnað hans og Angelinu Jolie er við GQ Style tímaritið. Þar segir Pitt að hjónaband hans og Angelinu Jolie hafi beðið skipbrot vegna drykkju hans. Hann segist hafa verið atvinnumaður í drykkju og getað drukkið hvern sem er undir borðið. Hann segist sömuleiðis ekki hafa sinnt börnum þeirra sex jafn vel og hann hefði átt að gera. „Börn eru viðkvæm. Þau soga allt í sig. Það þarf að halda í hönd þeirra og útskýra hlutina fyrir þeim. Það þarf að hlusta á þau. Þegar ég er í vinnuham þá heyri ég ekki. Þarna vil ég taka mig á því ég vil vera til staðar fyrir þau,“ segir hann.

Í viðtalinu kemur fram að eftir skilnaðinn hafi Pitt gengið reglulega til sálfræðings og að honum finnist það gera sér gott. Hann segist nú gera sér grein fyrir því að hann sé tilfinningalega vanþroska.

Pitt segist hafa hætt að drekka eftir að þau Jolie slitu samvistum. Að sögn er Pitt umhugað um að samband þeirra Jolie verði á vinsamlegum nótum, ekki síst barna þeirra vegna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

58 ára og sjóðheit framan á forsíðu Sports Illustrated

58 ára og sjóðheit framan á forsíðu Sports Illustrated
Fókus
Í gær

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug
Fókus
Í gær

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði