fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Kynþokkafyllsta glæpamanni heims snúið við á Heathrow

Fékk ekki að koma inn í landið

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Meeks, 32 ára glæpamaður sem varð frægur á einni nóttu eftir að lögregluembættið í Stockton í Kaliforníu birti mynd af honum á Facebook, var rekinn frá Bretlandi síðdegis í gær skömmu eftir að hann lenti á Heathrow flugvelli.
Meeks, sem er orðinn heimsþekkt fyrirsæta, flaug til London frá Los Angeles en hann var bókaður í nokkrar myndatökur og átti að koma fram í útgáfuteiti hjá nýju blaði þar sem hann prýðir forsíðu nýjasta tölublaðsins.

Eftir nokkra bið á Heathrow var Meeks sendur til New York. Umboðsmaður Meeks sagði við fjölmiðla að Meeks hefði ekki verið handtekinn heldur haldið af landamæravörðum og meinaður aðgangur inn í landið þrátt fyrir að vera með rétta pappíra.

Varð stjarna á einni nóttu eftir að myndin fór á flakk um netið
Myndin sem kom honum á kortið Varð stjarna á einni nóttu eftir að myndin fór á flakk um netið

“Hann var mjög ósáttur. Þeir leyfðu honum ekki að koma inn í landið og fór út í vél í lögreglufylgd.”
Myndin af Meeks sem birtist árið 2014 vakti mikla athygli þar sem Meeks þótti gífurlega myndarlegur. Meeks var dæmdur í fangelsi fyrir brot á vopnalögum og á meðan hann sat inni fékk hann samning við Blaze Models. Síðan þá hefur hann verið eftirsótt fyrirsæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð