fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Papinn Ingvar Jónsson: Kennir sjálfsstyrkingu um allan heim

„Papinn“ Ingvar Jónsson hefur útskrifað fimm hópa í markþjálfun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bakgrunnur þátttakenda á námskeiðum Profectus hefur verið af ýmsum toga, enda er þar að finna stjórnendur, sálfræðinga, einkaþjálfara, presta, félagsfræðinga, fjölskylduráðgjafa, andlitslesara, hópstjóra, verkstjóra, meðferðarfulltrúa, prófarkalesara og nuddara.“ Þetta segir skemmtikrafturinn Ingvar Jónsson, sem áður fyrr var andlit einnar vinsælustu hljómsveitar landsins, Papanna.

Ingvar hefur heldur betur breytt um kúrs síðan hann tryllti dansþyrsta Íslendinga um gervallt Íslands. Tæplega fertugur lagði hann stund á alþjóða markaðsfræði og útskrifaðist í framhaldinu frá CBS með MBA-gráðu, en í náminu kynntist hann markþjálfun, sem var á meðal þeirra verkfæra sem nemendur nýttu til að styðja hver annan. Ingvar segir að í kjölfar vandlegrar sjálfskoðunar hafi hann uppgötvað að tíma hans væri best varið ef hann styddi aðra til vaxtar í gegnum viðlíka sjálfskoðun.

Suður-Afríka og Írland

Ingvar fékk vottun í markþjálfun frá International Coaching Federation (IFC) árið 2011 og hefur ekki setið auðum höndum síðan. Hann kom á laggirnar mannauðsfyrirtækinu Profectus sem hefur í dag útskrifað fimm hópa í markþjálfun; tvo hópa í Suður-Afríku, einn á Írlandi og tvo á Íslandi. Nemendur þessara hópa hafa komið víða að; Írlandi, Englandi, Spáni, Hollandi, Bandaríkjunum, Suður-Afríku og, að sjálfsögðu, Íslandi. Í vor er í bígerð að halda námskeið í markþjálfun á Indlandi.

Learning by doing

Hann segir að sérstaða Profectus í kennslu byggi meðal annars á því að kennt er í litlum hópum, mest 12 nemendur. áherslan sé lögð á aðgerðabundið nám, „learning by doing“, og gerðar eru miklar kröfur til vinnu af hálfu nemendanna.
Ingvar, sem skrifað hefur tvær bækur um markþjálfun segir að á meðan náminu stendur nýti nemendur markþjálfann sem verkfæri til sjálfskoðunar, og svo þeir kynnist mismunandi aðferðum séu að minnsta kosti fimm vottaðir markþjálfar fengnir til að taka að sér sýnikennslu. Nemendur öðlist skilning á tengingu taugavísinda og virkni heilans við markþjálfaferlið, hlutverki markþjálfans og öllum ellefu hæfnisþáttum markþjálfunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar