fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

„Krökkum með Downs þykir gaman að gera sömu hluti og ég og þú“

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er haldinn í sjötta skiptið í dag

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 21. mars 2017 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er alþjóðlegi Downs-dagurinn haldinn í sjötta skiptið. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03.

Dagný Björt Axelsdóttir, 10 ára, ákvað að nota daginn til að fræða bekkjarfélaga sína í Salaskóla um Downs heilkenni en systir hennar, Bylgja Björt, er að sögn Danýjar. „4 ára snillingur og er með Downs heilkenni.“

Í samtali við DV segir móðir stúlknanna, Hildur Gottskálskdóttir, að yngri systir Dagnýjar sem er í öðrum bekk hafi einnig flutt fyrirlesturinn fyrir bekkinn sinn í dag. Þær vilji með þessu undirbúa krakkana í Salaskóla og fræða þau þar sem Bylgja byrjar í skólanum á næsta ári.

Hér að neðan má sjá fyrirlestur Dagnýjar um Downs Syndrome. Alþjóðlega Downs-deginum verður fagnað með samkomu í veislusal Þróttar, Laugardal, á milli klukkan 17 og 19 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður