fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Óvænt fráfall Bill Paxton

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Bill Paxton lést nýlega 61 árs gamall vegna fylgikvilla eftir skurðaðgerð. Meðal þekktustu mynda hans eru The Terminator, Aliens, True Lies, Apollo 13 og Titanic. Paxton lék einnig í sjónvarpsþáttum og var tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í einum slíkum, Hatfield & McCoys. Hann leikstýrði nokkrum myndum á farsælum ferli. Eftir á að frumsýna myndina The Circle þar sem Paxton lék á móti Tom Hanks og Emmu Watson.

Þegar Paxton var átta ára gamall var hann í mannfjöldanum sem fagnaði John F. Kennedy forseta þegar hann gekk út úr hóteli í Texas daginn sem hann var myrtur. Til er ljósmynd sem sýnir þegar hinum unga Paxton er lyft upp svo hann geti séð forsetann. Myndin er til sýnis á safni í Texas. Seinna var Paxton þulur í heimildamynd þar sem fjallað var um þennan mikla örlagadag. Paxton mundi vel eftir að hafa séð Kennedy og sagði: „Hann hefði ekki getað verið meira heillandi.“

Árið 1988 gaf Paxton út plötu ásamt vini sínum og James Cameron leikstýrði tónlistarmyndbandi með söng þeirra. Cameron og Paxton voru nánir vinir en leikstjórinn leikstýrði Paxton í hinum frægu myndum The Terminator, True Lies, Aliens og Titanic. Cameron sagði í yfirlýsingu eftir lát Paxton að veröldin væri ekki söm nú þegar hann væri fallinn frá og sagði hann hafa verið stórbrotinn mann.

Paxton kvæntist seinni eiginkonu sinni árið 1987 og þau eignuðust tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“