fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Hefur ekki möguleika á reynslulausn: „Hún er óskaplega hrædd við framtíðina“

Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum- Hefur alltaf litið á sig sem Íslending

Auður Ösp
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún hágrét í flugvélinni á leiðinni heim. Hún vildi vera áfram á Íslandi. „Fólkið er gott á Íslandi, mamma, í Ameríku eru allir alltaf að rífast í manni,“ sagði hún við mig“ segir Margrét Fenton en dóttir hennar Sandra Sigrún Fenton var dæmd í 37 ára fangelsi í Bandaríkjunum vegna tveggja bankarána árið 2013. Sandra er fædd á Íslandi og bjó hérlendis þar til hún var tveggja ára. Margrét segir Söndru ætíð hafa litið á sig sem Íslending fyrst og fremst, ekki Bandaríkjamann.

Hér má finna brot úr viðtalinu við Margréti sem birtist í heild sinni í helgarblaði DV

Elskar Ísland og vill komast heim

Árið 1992 fluttist fjölskyldan búferlum á ný, í þetta sinn til Virginia Beach, fjölmennustu borgar Virginíuríkis á austurströnd Bandaríkjanna.

Sandra Sigrún í Bláa lóninu
Sandra Sigrún í Bláa lóninu

Fjölskyldan hefur sterk tengsl við Ísland og hefur komið minnst einu sinni á ári til Íslands. Þá fermdist Sandra Sigrún hér á landi og lítur fyrst og fremst á sig sem Íslending. Fjölskyldan er í góðu sambandi við ættingja og vini, auk þess sem íslenskar hefðir ríkja á heimilinu. Gestir hafa séð fjölskyldunni fyrir íslenskum mat. Söndru líður hvergi betur enn á Íslandi.

Sandra Sigrún fermdist í Fríkikjunni í Hafnarfirði árið 2003.
Sandra Sigrún fermdist í Fríkikjunni í Hafnarfirði árið 2003.

„Hún dýrkar Ísland og vill bara vera Íslendingur. Á Íslandi líður henni vel og upplifir öryggi. Hún spurði mig oft af hverju við gætum ekki bara flutt til Íslands, en hún var viss um að þar myndi hún ekki lenda í rugli.”

Elskar landið sitt
Elskar landið sitt

Sandra kom síðast til Íslands með móður sinni í september árið 2010 og fóru þær mæðgur meðal annars á Ljósanótt í Keflavík. „Hún hágrét í flugvélinni á leiðinni heim. Hún vildi vera áfram á Íslandi. „Fólkið er gott á Íslandi, mamma, í Ameríku eru allir alltaf að rífast í manni,“ sagði hún við mig.“

Endirinn verður aldrei góður

Reynslulausn var afnumin í Virginíuríki árið 1995 og eiga fangar því ekki möguleika á að losna fyrr út vegna góðrar hegðunar. Það eru því ekki líkur á öðru en að Sandra muni sitja inni þar til hún er komin á sjötugsaldur.

„Hún er óskaplega hrædd við framtíðina. Hún er hrædd við að koma út aftur eftir mörg ár og þá verðum við ekki lengur hér og hvað verði þá orðið um strákinn hennar. Hún veit ekkert hverjir munu verða eftir sem hún getur leitað til, hvað þá að hún muni fá vinnu. Þegar hún losnar verður hún of fullorðin til þess að nokkuð verði hægt að gera fyrir hana. Þannig að þetta mun aldrei verða góður endir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir