fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Biggi lögga læddist meðfram veggjum: „Bara ef ég hefði vitað fyrr að það var ekki satt“

Ungur piltur greindi Bigga frá einelti – Troðið í mót sem hann passaði ekki í

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 23. maí 2016 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk meðal annars að vita að hann hafði orðið fyrir miklu einelti í grunnskóla og þess vegna væri hann núna í framhaldsskóla í öðru hverfi,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga en hann greinir frá því í pistli að ungur piltur heimsótti hann í vinnuna í tengslum við verkefni sem hann var að vinna. Þar trúði hann Bigga fyrir raunum sínum þar sem þeir tóku rúnt á lögreglubílnum.

„Ég spurði hann hvernig það gengi og sagði hann það ganga ágætlega, en að það mætti ganga betur námslega. Um leið og mér fannst það ótrúlega sorglegt, þá fannst mér algjör snilld að þessi strákur hefði haft þor að hafa samband við mig og fleiri, þar á meðal lands þekkta einstaklinga, vegna þessa verkefnis.“

Birgir bætti við að pilturinn ætti með viðhorfi sínu, kjark og frumkvæði, eftir að ná langt í lífinu. Þá hvatti hann piltinn að láta ekki fyrirfram gefna staðla draga úr sér kjark.

„Við höfum öll einhverja hæfileika og styrkleika en stóra spurningin er bara hvort við þorum að nota þá. Það getur krafist kjarks og frumkvæðis, eins og hjá honum, en það er einmitt það sem aðskilur þá sem skara framúr og hina sem missa af tækifærunum. Þetta snýst ekkert um það sem við teljum oft einhverja mikilvægari hæfileika eða saga einhvers af tíum í gegnum skólakerfið. Ég reyndi að koma þessum strák í skilning um mikilvægi þess að átta sig á því sem allra fyrst. Ég reyndi líka að sannfæra hann um að mistök væru ekki eitthvað sem hann þyrfti að óttast. Mistök væru ekkert annað en nauðsynlegur partur af leiðinni til árangurs. Hann ætti bara að þora. Alltaf.“

Bigga fannst gott að miðla af eigin reynslu. Sjálfur læddist hann meðfram veggjum alla sína skólagöngu og beið eftir að henni lyki. Hann hefur áður greint frá feimni sinni og kvíðaröskun en í viðtali við DV fyrir tveimur árum sagði lögreglumaðurinn:

„Það kæmi mér á óvart ef einhver af gömlu kennurunum mínum myndi eftir mér. Ég man ekki til þess að hafa einu sinni rétt upp hönd í tíma. Ég var bara þægur krakki og aldrei neitt vesen á mér.“

„Bara ef skólakerfið hefði ekki ýtt undir þessa ranghugsun“

Um kvíðaröskunina sagði Biggi:

„Það voru ákveðin atriði sem ég höndlaði bara ekki. Það var orðið erfitt að fara í bíó, leikhús og taka strætó og ég vissi alveg að þetta var ekki eðlilegt þrátt fyrir að ég hefði alltaf verið svona. En þetta var alltaf að aukast. Fyrstu árin í löggunni voru erfið út af þessu en mér tókst upp að vissu marki að klæða þetta af mér með búningnum.“

„Stundum hélt ég að ég væri að fara að deyja. Oftar en einu sinni var ég tilbúinn með símann í hendinni, til að hringja í 112. Mesti óttinn var að ég væri einn heima með krakkana og að ég myndi deyja. Ekki bætti það úr skák að ég hafði komið að þannig aðstæðum í starfinu, að foreldrar höfðu látist og krakkarnir voru einir heima.“

Biggi lýkur pistli sínum um kynni sín af hinum unga pilt sem hafði mátt þola svæsið einelti á þessum orðum:

„Ég sem taldi alltaf að náunginn við hliðina væri miklu betri og hæfileikaríkari en ég. Bara ef ég hefði vitað fyrr að það var ekki satt. Bara ef skólakerfið hefði ekki ýtt undir þessa ranghugsun með því að reyna að troða mér í mót sem ég passaði ekki í,“ segir Biggi lögga og bætir við: „En það þýðir ekki að hugsa um það í dag. Við breytum ekki fortíðinni, en við getum mótað okkar eigin framtíð. Líka þessi strákur. Líka þú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun