Sjá einnig: Þórdís Elva hefur fundið ástina
Sú heppna er kanadíska poppstjarnan, rithöfundurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Jann Arden. Það er talsverður aldursmunur á turtildúfunum, Þórdís Elva er að verða 45 ára og Jann er 63 ára.
Jann sló í gegn árið 1994 með laginu „Insensitive“ sem varð alþjóðlegur smellur og komst meðal annars á topp 20 vinsældarlistann í Bandaríkjunum.
Hún gaf út fleiri slagara eins og „Good Mother“ og „Will You Remember Me.“ Hún hefur gefið út fleiri en tíu plötur og unnið til verðlauna.
Jann er einnig virtur rithöfundur og leikkona. Hún lék sjálfa sig í gamanþáttunum „Jann“ sem voru í loftinu frá 2019 til 2021 og unnu hylli kanadísku þjóðarinnar.
Hún heldur úti hlaðvarpinu The Jann Arden Podcast, en Þórdís Elva var gestur í þættinum í lok maí.