Hún var mjög sátt með tattúið þar til fólk fór að benda henni á að það liti út fyrir að konan væri að gera eitthvað frekar dónalegt.
„Þegar einhver segir að nýja tattúið þitt lítur út eins og kona að sleikja rass,“ sagði Bekah með myndbandi á TikTok þar sem hún sýndi tattúið.
„Ég sá það ekki fyrst en ég get ekki séð neitt annað núna,“ sagði einn netverji og var Bekah sammála. Hún gat ekki séð neitt annað en konu að sleikja rass. Hún ákvað því að bæta við flúrið og breyta því, eins og má sjá hér að neðan.