Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann á gott samband við sig sjálfan.
Í gær uppljóstraði hann leyndarmálinu á bak við að vera áhugaverður.
Hann segir að þetta snúist ekki um að segja eitthvað gáfulegt eða gera eitthvað sem gengur í augun á fólki. Heldur sé lykillinn að einblína út fyrir sjálfan þig. „Sýndu öðrum einlægan áhuga,“ segir hann.
„Þú þarft ekki að sanna eitt né neitt. Bara gefðu fólki réttu orkuna, og þú verður mun áhugaverðari en þú heldur.“
Beggi Ólafs útskýrir þetta nánar í myndbandi af sér ræða við nokkra einstaklinga, en það virðist vera ákveðið þema í gangi en þetta eru allt konur og nær allar bikiníklæddar. Horfðu á það hér að neðan, smelltu hér ef það birtist ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram