Bræðurnir í VÆB verða tíunda atriðið á svið í Eurovision á laugardag. Á undan þeim eru Austurríki sem níunda atriðið og Lettland fylgir í kjölfar VÆB.
Svona var frammistaða hópsins í fyrri undankeppninni á þriðjudag.
Kyle Alessandro frá Noregi opnar keppnina með lagi sínu Lighter og albanski dúettinn Shkodra Elektronike lokar kvöldinu með laginu Zjerm.
Á seinna undanúrslitakvöldinu í gær tryggðu bæði Danir og Finnar sér farseðil í úrslitin á laugardaginn en á þriðjudaginn varð ljóst að Ísland, Svíþjóð og Noregur yrðu einnig með í úrslitunum. Allar Norðurlandaþjóðirnar taka þátt í ár, sem hefur ekki gerst síðan árið 2014. Keppnin fór þá fram í Danmörku, Pollapönk tók þátt fyrir hönd Íslands og Conchita bar sigur úr býtum fyrir hönd Austurríkis með lagið Rise Like A Phoenix.
Lögin á laugardag eru 26 og röðin er eftirfarandi:
Noregur | Kyle Alessandro – Lighter
Lúxemborg | Laura Thorn – La Poupée Monte Le Son
Eistland| Tommy Cash – Espresso Macchiato
Ísrael | Yuval Raphael – New Day Will Rise
Litháen| Katarsis – Tavo Akys
Spánn | Melody – ESA DIVA
Úkraína | Ziferblat – Bird of Pray
Bretland | Remember Monday – What The Hell Just Happened?