fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

Fókus
Mánudaginn 14. apríl 2025 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Aimee Lou Wood, sem sló í gegn í þriðju þáttaröð White Lotus, er afar óhress með grínskets sem sýndur var í gamanþættinum Saturday Night Live (SNL) um helgina.

The White Lotus hafa vakið mikla athygli en í þáttunum er fylgst með hópi gesta á lúxusdvalarstað og ljósi varpað á leyndarmál þeirra.

Í þætti SNL um helgina var Donald Trump meðal annars settur í hlutverk eins gestsins og þá var Sarah Sherman fengin til að herma eftir Aimee Lou Wood sem vakið hefur athygli fyrir áberandi framtennur sínar.

Í færslum á Instagram gagnrýndi Aimee það hvernig grínið var sett fram og beindist það einkum að útliti hennar, hreim og fyrrnefndum framtönnum.

Sagðist Aimee vel getað tekið gríni ef það hittir í mark, en það hljóti þó að vera til sniðugri og ekki eins ódýr leið og farin var í þættinum um helgina. Kvaðst hún hafa fengið afsökunarbeiðni frá fólkinu á bakvið SNL eftir að hún lét í sér heyra.

Aimee var í viðtali við GQ fyrir skemmstu þar sem hún sagði einmitt að umræðan um framtennur hennar gerðu hana dálítið leiða. Fókusinn hjá fólki væri oftar en ekki á þeim frekar en frammistöðu hennar. Velti hún því fyrir sér hvort karlmaður fengi svipaða meðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki