fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Fókus
Fimmtudaginn 18. desember 2025 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

53 ára mannauðsstjóri sem birtist á risaskjá á tónleikum Coldplay í sumar þar sem hún var í faðmlögum við yfirmann sinn hefur loks tjáð sig um málið. Óhætt er að segja að málið hafi vakið gríðarlega athygli en konan, hin 53 ára gamla Kristin Cabot, hefur glímt við margar erfiðar áskoranir eftir að málið kom upp.

Tónleikarnir sem um ræðir voru haldnir í Boston þann 16. júlí síðastliðinn. Á tónleikunum var notuð svokölluð kossavél (e. kiss cam) til að varpa upp myndum af ástföngnum tónleikagestum.

Þegar myndavélin beindist að Kristin og yfirmanni hennar, Andy Byron, krossbrá þeim. Þau höfðu verið í innilegu faðmlagi en þegar myndavélin beindist að þeim sneri Kristin sér hratt við og Andy nánast kastaði sér til hliðar. Enda voru þau bæði gift, og það ekki hvort öðru.

Sjá einnig: Coldplay-hneykslið sagt vera „stærsti skandall í sögu internetsins“ – Svikull eiginmaðurinn fúll út í hljómsveitina

Tók slæma ákvörðun undir áhrifum

Hingað til hefur Kristin ekki tjáð sig um málið en það gerir hún hins vegar í dag í viðtali við New York Times. Hún segir að um mistök af sinni hálfu hafi verið að ræða, þau hafi verið undir áhrifum áfengis og þau hefðu aldrei átt í kynferðislegu sambandi.

„Ég tók slæma ákvörðun, drakk nokkra High Noon-drykki og dansaði og hegðaði mér óviðeigandi með yfirmanni mínum,“ sagði hún í viðtalinu. Hún bætir við að hún hafi axlað ábyrgð, hætt störfum í fyrirtækinu og hálfpartinn fórnað ferli sínum.

Hún segir að málið og öll athyglin sem á eftir fylgdi hafi reynst henni erfið. Bendir hún á að hún hafi ítrekað verið niðurlægð á netinu, frægir einstaklingar hafi gert grín að henni og hún kölluð „hórkona“ (e. adulterer) af ókunnugum einstaklingum sem hún hefur rekist á á almannafæri. Þá segist hún hafa fengið yfir 60 líflátshótanir.

Fyrsti og eini kossinn

Í viðtalinu viðurkennir hún að hafa verið skotin í Byron og verið spennt að kynna hann fyrir vinum sínum, en fullyrti að þau hefðu ekki einu sinni kysst hvort annað áður en þetta örlagaríka kvöld rann upp. Þau kysstust á VIP-svölum á tónleikunum og segir Kristin að það hafi verið í fyrsta og eina skiptið sem það gerðist.

Hún og eiginmaður hennar, Andrew, voru skilin að borði og sæng en skilnaðurinn var ekki formlega genginn í gegn. „Ég vil að börnin mín viti að þú getur gert mistök, jafnvel klúðrað hlutunum illilega, en það á enginn skilið að vera hótað lífláti fyrir þau.“

Kristin og Byron voru bæði starfsmenn gervigreindarfyrirtækisins Astronomer og var þeim eðlilega mjög brugðið þegar myndin af þeim birtist á risaskjánum. Strax í kjölfarið hefðu þau farið á barinn á tónleikastaðnum og rætt saman um hvernig væri best að bregðast við málinu. Úr varð að þau fóru heim til hennar og sömdu tölvupóst sem þau sendu svo stjórn Astronomer morguninn eftir.

En þá var skaðinn skeður og myndband af þeim farið sem eldur í sinu á TikTok. Bæði Byron og Cabot voru þegar í stað send í leyfi af Astronomer á meðan fyrirtækið rannsakaði málið. Skömmu síðar sagði Byron af sér sem forstjóri og Kristin sagði síðan upp störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gímaldin gefur út nótnahefti og helmingur rennur til verkefna á Gaza

Gímaldin gefur út nótnahefti og helmingur rennur til verkefna á Gaza
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga