fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu

Fókus
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona óttast að kærasta yfirmannsins muni eyðileggja brúðkaup hennar. Ástæðan: Því hún var að halda við yfirmanninn.

Konan leitar ráða til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Hún er að hóta að mæta í brúðkaupið mitt og eyðileggja allt, ég er svo hrædd,“ segir konan, sem er 30 ára. Unnusti hennar er 32 ára og þau hafa verið saman í fjögur ár.

„Við vinnum bæði mikið og erum mjög þreytt, þar af leiðandi stundum við lítið sem ekkert kynlíf. Mér fannst ég ófullnægð og leitaði annað, í yfirmann minn sem er 39 ára. Hann á kærustu og þau eiga saman fjögurra ára gamla dóttur.“

Konan segir að þau hafi byrjað mjög ástríðufullt ástarsamband og stundað kynlíf á skrifstofunni eftir að allir fóru heim.

„Það virtist ekki skipta hann neinu máli að ég væri að fara að gifta mig, en tveimur vikum eftir að við byrjuðum að sofa saman sagðist hann elska mig.“

Konan segir að hún hafi áttað sig á því að hún hafi gert risastór mistök.

„Ég elska unnusta minn og vil ekki missa hann. Ég sagði yfirmanni mínum að sambandi okkar væri lokið og hann var ekki sáttur, hann sagðist ætla að hætta með kærustunni sinni fyrir mig. Ég sagði honum að það væri óþarfi, að okkar sambandi væri lokið. 

Hann varð reiður og sagði kærustunni sinni frá framhjáhaldinu og lét hana meira að segja fá símanúmerið mitt. Hún hringdi í mig og krafðist þess að ég myndi láta kærastann hennar í friði. Ég bað hana afsökunar og sagði henni að þetta væri búið á milli okkar.

En hún er núna að senda mér skilaboð og er að hóta að eyðileggja brúðkaupið mitt.

Ég veit að það sem ég gerði var rangt, en ég er svo hrædd um að hún standi við hótanir sínar.“

Ráðgjafinn svarar:

„Hún er kannski að hóta að eyðileggja brúðkaupið, en hún þyrfti að vera frekar öfgakennd til að standa við það og það er mjög ólíklegt að hún geri það. Hún þarf að átta sig á því að kærasti hennar er vandamálið, ekki þú.

Þú ættir að setja eigið samband í forgang, finna leiðir til að styrkja það svo þú endurtakir ekki sömu mistök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt