fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Leikarinn ákærður fyrir kynferðisbrot

Fókus
Mánudaginn 10. nóvember 2025 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski leikarinn Mike Smith, sem er best þekktur fyrir leik sinn í Trailer Park Boys, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot.

CBC í Kanada greinir frá þessu en ákæran var gefin út í byrjun október og varðar atvik sem átti sér stað 30. desember 2017.

Í frétt People kemur fram að ákæruvaldið í Nova Scotia hafi gefið ákæruna út og hefur Smith fengið þau fyrirmæli að setja sig ekki í samband við meint fórnarlamb.

Meint brot átti sér stað í Dartmouth í Nova Scotia en upplýsingar um eðli brotsins koma ekki fram í fréttum erlendra miðla.

Fyrirtækið Trailer Park Boys Inc. sem sér meðal annars um framleiðslu á þáttunum, segir í yfirlýsingu að Smith hafi stigið til hliðar á meðan málið fer sína leið fyrir dómstólum.

„Við erum meðvituð um ásökunina á hendur Mike Smith sem nær aftur til ársins 2017 og tökum slík mál mjög alvarlega,“ sagði í yfirlýsingunni. „Við gerum okkur grein fyrir því hversu erfið mál af þessu tagi er fyrir alla sem að því koma.”

Smith er þekktur fyrir hlutverk sitt sem Bubbles í gamanþáttunum Trailer Park Boys en þættirnir hófu göngu sína árið 2001 og stóðu til ársins 2007. Netflix tók við framleiðslunni árið 2014 og framleiddi fimm seríur til viðbótar og stendur til að frumsýna 13. seríuna í apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld