
Hún birti færslu um málið á Instagram og gaf DV leyfi til að deila áfram með lesendum. Við gefum henni orðið:
„Setur þér skýr mini-markmið fyrir hverja viku.“
Markmið eins og “ég ætla að hreyfa mig meira” eða “mig langar að fylgja plani” VIRKA EKKI! Skýrt markmið þýðir að þú leggur niður nákvæmlega hvernig, hvenær og hversu mikið þú ætlar að framkvæma til að koma þér nær stóra markmiðinu.“
Dæmi: Ég ætla að mealprepa á sunnudögum
Dæmi: Ég ætla að æfa fjórum sinnum í viku (mán, þri, fimt og fös)
„Finndu þér tilvitnanir sem hjálpa þér og lifðu eftir þeim“
Tilvitnanir eins og “ég reyni aftur á morgun” eða “ég byrja á mánudaginn” hafa ekki komið þér neitt nær þínu markmiði svo skiptu þeim út fyrir quotes sem hjálpa þér að ná þínum markmiðum í dag..
Dæmi: Markmiðið mitt skiptir mig meira máli (..en popp í bíó)
Dæmi: Dagurinn í dag er það eina sem skiptir máli
Dæmi: Ég get gert allt í fimm mínútur í viðbót (td.cardio)
„Fókusaðu á stöðugleika, ekki fullkomnun.
Fólk ruglar þessu oft saman en það að segja “ég ætla að gera 30 mínútna cardio alla daga þessa vikuna” eða “ég ætla að fylgja plani 100%” eftir að hafa aldrei gert það eru óraunveruleg markmið, kröfur og væntingarnar þínar eru of háar, svo þegar þú nærð þessu ekki sérðu þig sem failure.
Stöðugleik er að velja sér prósentu um hversu vel þú ætlar að fylgja planinu þínu og vera alltaf í 5 prósent fjarlægð eða minna frá þinni prósentu.
Dæmi: Tveggja barna einstæð móðir í 100 prósent vinnu og 30 prósent námi, hún velur prósentuna 40 prósent og ætlar að fylgja plani. Má þar með ekki fara undir 35 prósent eða yfir 45 prósent. Þetta er stöðugleiki!
Dæmi: Íþróttakona í 50 prósent vinnu með það eina markmið að skera niður fitu næstu 3 mánuði. Hún velur að fylgja plani 90 prósent sem þýðir að hún fer aldrei undir 85 prósent eða yfir 95 prósent.
Þetta snýst allt um hugarfar og að finna lausnir, ef þú ert að eiga erfitt með að ná markmiðinu þínum þá eru þessir þrír hlutir líklegast ekki skýrir hjá þér!“
View this post on Instagram
Valentína var gestur í Fókus, viðtalsþætti DV, fyrir ári síðan og ræddi meðal annars um fortíðina, áföll og sjálfsvinnuna sem hefur gert henni að þeirri konu sem hún er í dag.
Sjá einnig: Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“