fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. nóvember 2025 11:15

Valentína Hrefnudóttir. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og fitness-keppandinn Valentína Hrefnudóttir telur upp þrjú atriði sem hún segir að fólk þurfi að tileinka sér til að ná árangri.

Hún birti færslu um málið á Instagram og gaf DV leyfi til að deila áfram með lesendum. Við gefum henni orðið:

„Setur þér skýr mini-markmið fyrir hverja viku.“

Markmið eins og “ég ætla að hreyfa mig meira” eða “mig langar að fylgja plani” VIRKA EKKI! Skýrt markmið þýðir að þú leggur niður nákvæmlega hvernig, hvenær og hversu mikið þú ætlar að framkvæma til að koma þér nær stóra markmiðinu.“

Dæmi: Ég ætla að mealprepa á sunnudögum

Dæmi: Ég ætla að æfa fjórum sinnum í viku (mán, þri, fimt og fös)

„Finndu þér tilvitnanir sem hjálpa þér og lifðu eftir þeim“

Tilvitnanir eins og “ég reyni aftur á morgun” eða “ég byrja á mánudaginn” hafa ekki komið þér neitt nær þínu markmiði svo skiptu þeim út fyrir quotes sem hjálpa þér að ná þínum markmiðum í dag..

Dæmi: Markmiðið mitt skiptir mig meira máli (..en popp í bíó)

Dæmi: Dagurinn í dag er það eina sem skiptir máli

Dæmi: Ég get gert allt í fimm mínútur í viðbót (td.cardio)

„Fókusaðu á stöðugleika, ekki fullkomnun.

Fólk ruglar þessu oft saman en það að segja “ég ætla að gera 30 mínútna cardio alla daga þessa vikuna” eða “ég ætla að fylgja plani 100%” eftir að hafa aldrei gert það eru óraunveruleg markmið, kröfur og væntingarnar þínar eru of háar, svo þegar þú nærð þessu ekki sérðu þig sem failure.

Stöðugleik er að velja sér prósentu um hversu vel þú ætlar að fylgja planinu þínu og vera alltaf í 5 prósent fjarlægð eða minna frá þinni prósentu.

Dæmi: Tveggja barna einstæð móðir í 100 prósent vinnu og 30 prósent námi, hún velur prósentuna 40 prósent og ætlar að fylgja plani. Má þar með ekki fara undir 35 prósent eða yfir 45 prósent. Þetta er stöðugleiki!

Dæmi: Íþróttakona í 50 prósent vinnu með það eina markmið að skera niður fitu næstu 3 mánuði. Hún velur að fylgja plani 90 prósent sem þýðir að hún fer aldrei undir 85 prósent eða yfir 95 prósent.

Þetta snýst allt um hugarfar og að finna lausnir, ef þú ert að eiga erfitt með að ná markmiðinu þínum þá eru þessir þrír hlutir líklegast ekki skýrir hjá þér!“

Valentína var gestur í Fókus, viðtalsþætti DV, fyrir ári síðan og ræddi meðal annars um fortíðina, áföll og sjálfsvinnuna sem hefur gert henni að þeirri konu sem hún er í dag.

Sjá einnig: Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum