fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Fókus
Föstudaginn 7. nóvember 2025 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dagur einhleypra er tilvalið tækifæri til að spara sér stórfé, tíma og fyrirhöfn,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, bæjarfulltrúi í Garðabæ og forsprakki dags einhleypra á Íslandi. Dagur einhleypra (e. Singles Day) er haldinn þann ellefta nóvember ár hvert og er einn stærsti netverslunardagur ársins. Á síðunni 1111.is heldur Brynja utan um tilboðin sem fyrirtæki bjóða í tilefni dagsins og þar má einnig finna glæsilega jólagjafahandbók með ýmsum hugmyndum að gjöfum sem gleðja.

Brynja kynnti dag einhleypra til sögunnar á Íslandi árið 2014 í samstarfi við fimmtán fyrirtæki en óhætt er að segja að dagurinn hafi vaxið og dafnað með hverju árinu og í dag hafa hundruð fyrirtækja skráð sig til leiks á 1111.is með þúsundir tilboða. Að sögn Brynju skrá sömu fyrirtækin sig ár eftir ár en auk þess bætast alltaf ný í hópinn. „Þetta er stærsti tilboðsdagur ársins og hefur verið það síðastliðin ár. Dagurinn markar upphaf jólaverslunarinnar hjá mörgum og ég veit að margir grípa tækifærið til að klára jólagjafainnkaupin enda hægt að gera ótrúlega góð kaup og spara þannig stórfé. Þar að auki eru það mikil þægindi að geta verslað á netinu og sparað sér tíma og fyrirhöfn með því að þurfa ekki að fara á milli verslana.“

Verkefnið nær ómögulegt án góðra bakhjarla

Hún segist þó mæla eindregið með því að fólk gefi sér tíma í að skoða úrvalið á síðunni. „Það er svo margt spennandi og skemmtilegt í boði hjá verslununum og hægt að fá ýmsar frábærar hugmyndir að gjöfum með því að skoða jólagjafahandbókina. Svo fær maður þetta bara sent heim með Póstinum eða í næsta Póstbox og getur slakað á í kósýheitum fram að jólum. Ég er bakhjörlum 1111.is mjög þakklát fyrir gott samstarf og þetta verkefni væri nær ómögulegt án þeirra.“

Brynja segist hafa fengið Póstinn í lið með sér árið 2022, þar sem hún hafi séð að dreifikerfi Póstsins væri stórt og traust og fólk á landsbyggðinni gæti líka auðveldlega nýtt sér tilboðin á vefsíðunni. „Ég elska að fá tækifæri til að vinna með fólki sem hefur trú á mér og verkefnunum mínum. Hjá Póstinum er svo sannarlega fólk sem gerir það og það er svo góð orka inn í svona verkefni.“

Sigríður Heiðar og Brynja Dan.

1111.is og Pósturinn með sameiginlegt markmið

Sigríður Heiðar er forstöðumaður söludeildar Póstsins og segist hún vera afar ánægð með samstarfið við Brynju og 1111.is. „Við deilum því markmiði að veita fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra vettvang til að gera góð kaup á þessum stóru dögum í öruggu og skilvirku umhverfi. Brynja er með frábæran vettvang fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum og tilboðum á framfæri og sömuleiðis fyrir viðskiptavini sem geta fundið allt á einum stað og gert góð kaup.”

Hún segir Póstinn ávallt vilja styðja við innlenda verslun og viðskiptavini um allt land. „Við bjóðum góðar lausnir fyrir fyrirtæki til að koma pökkum til skila hratt og örugglega þar sem við erum með stórt dreifikerfi, 120 Póstbox með um níu þúsund hólfum og bjóðum heimkeyrslu um allt land. Þá leggjum við mikið upp úr öryggi og allir viðskiptavinir okkar geta fylgst vel með sendingum sem þeir senda frá sér eða eiga von á inni á Mínum síðum eða í Póst-appinu. Til að bregðast við auknum umsvifum sem hafa orðið í netverslun á síðastliðnum árum tókum við pakkaflokkarann Magna í gagnið en hann getur flokkað mörg þúsund pakka á klukkustund. Afköstin hafa því margfaldast og það styttir biðtímann eftir sendingunum umtalsvert, öllum til mikillar gleði. Auk þess finnum við greinilega að mikil ánægja ríkir með Póstboxin okkar og fólk kann vel að meta það að geta sótt sendingarnar sínar í Póstbox þegar hentar best þar sem þau eru opin allan sólarhringinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum