fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Fókus
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 10:37

Mynd/Borgarleikhúsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn. Að minnsta kosti fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að vera í Borgarleikhúsinu að horfa á uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á frægasta leikverki sögunnar – Hamlet eftir sjálfan William Shakespear. Svar Símonar Birgissonar, handritahöfundar og fyrrum blaðamanns, má líklega túlka sem svo að betra sé að vera ekki í Borgarleikhúsinu, en Símon gefur uppfærslunni falleinkunn, aðeins tvær stjörnur, í gagnrýni sinni hjá Vísi í dag.

Símon rekur að hér hafi leikstjórinn, Kolfinna Nikulásdóttir, reynt að setja Hamlet í nútímalegan búning. Niðurstaðan sé þó sú að nútíminn fái að kæfa allt það besta við leikverkið fræga. Hamlet sé ekki lengur efahyggjumaður með frestunaráráttu YouTube-er með ADHD sem byrjar stundum óvænt að tala á ensku eða rappa. Danaveldi er nú einhvers konar óræð staðleysa og atriðinu fræga – þar sem Hamlet heldur á höfuðkúpu og veltir fyrir sér hvort betra sé að lifa eða deyja – er sleppt. Persónur syngja um tilfinningar sínar með popplögum og dauði Ófelíu þróast í furðulegan teknódans.

„Lokauppgjörið, þar sem enginn virtist vita hvað hann átti að vera að gera, svo í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir,“ skrifar gagnrýnandinn sem á tímum þótti sviðsetningin svo yfirdrifin að hann veltir því hreinlega fyrir sér hvort leikstjórinn hafi verið að gera grín að Shakespeare. Þema verksins um njósnir komist illa til skila því persónurnar eru sífellt að taka sjálfur og nektarmyndir til að birta á netinu.

Símon er þó ekki alfarið neikvæður. Hann hrósar Hilmi Snæ Guðnasyni og Sólveigu Arnardóttur fyrir frammistöðu þeirra í hlutverkum Kládíusar og Geirþrúðar. Þau hafi verið Shakespeare til sóma. Þeim takist þó ekki að bjarga heildarmyndinni.

„Hvorki Hilmir Snær né Sólveig ná hins vegar að bjarga heildarmyndinni, þau eru látin kjamsa á orðunum „að vera eða ekki vera“ í lokin – eins og aðrar persónur verksins. Orð sem verða fyrir vikið gjörsamlega merkingarsnauð.“

Lokaniðurstaða gagnrýnandans er að hér sé á ferðinni útvötnuð útgáfa af Hamlet sem eigi að höfða til yngri kynslóðanna. Hann hrósar leikstjóranum fyrir að þora þessu en líklega muni dyggir aðdáendur Shakepeare verða fyrir vonbrigðum. Hér hafi fínni blæbrigði fengið að víkja fyrir hamagangi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Í gær

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador