

Faðir Britney, Jamie Spears, var lögráðamaður hennar meirihluta þeirra 13 ára sem hún var sjálfræðissvipt. Því lauk í nóvember 2021.
Sjá einnig: Britney opnar sig upp á gátt um sjálfræðissviptinguna – „Þau bókstaflega drápu mig“
Britney sagði þann 19. október síðastliðinn á Instagram: „Mér líður eins og vængirnir mínir hafi verið teknir af mér og að ég hafi orðið fyrir heilaskaða fyrir löngu síðan, hundrað prósent.“
Þetta var ein af síðustu færslunum sem hún birti á miðlinum áður en hún eyddi síðunni sinni.
Nokkrar færslur beindust að fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður, Kevin Federline, og sjálfsævisögu hans, en í bókinni lýsir hann ógnvekjandi hegðun hennar í kringum syni þeirra.

Sjá einnig: Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
„Það er gaman að segja sögur á þessum tímapunkti, því þetta gæti allt hljómað svo kjánalega — en miðað við það rusl sem er í raun verið að segja um mig, þá hugsaði ég: af hverju ekki að koma með alvöru efni?“ sagði hún meðal annars.
Britney birti fleiri færslur um tímann þegar hún var svipt sjálfræði. Hún sagði að í „fjóra mánuði var ég ekki með hurð og var ólöglega neydd til að nota ekki fæturna eða líkamann minn til að fara á milli staða.“
Fjölmiðlar vestanhafs, eins og E! News, hafa reynt að hafa samband við talsmenn söngkonunnar án árangurs.

Fyrir um tveimur vikum vakti myndband af Britney mikla athygli. Vefur Mail Online birti myndbandið sem sýndi Britney meðal annars á veitingastað með ónefndri konu. Þá sást hún aka bifreið sinni sem rásaði á milli akreina og sást greinilega að hún var í engu ástandi til að sitja undir stýri.
Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist