Fyrrverandi forstjóri Levi Strauss fyrirtækisins sem framleiðir hinar geysivinsælu Levi’s gallabuxur, segir að það eigi EKKI að þvo gallabuxur.
Chip Bergh, sem var forstjóri Levi Strauss til frá 2011 til 2024, notar sjálfur tannbursta til að hreinsa bletti af buxunum sínum.
„Góðar gallabuxur þurfa ekki að fara í þvottavélina, nema kannski örsjaldan,“ sagði hann eitt sinn í viðtali við tímaritið Fortune.
Rökin fyrir þessu eru að þvottur í vél skemmir gallaefnið, og er að auki sóun á vatni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er haldið fram. Á vefsíðu gallabuxnaframleiðandans Hiut Denim kemur fram að best sé að bíða í að minnsta kosti sex mánuði áður en gallabuxur eru þvegnar í fyrsta sinn.
Því lengur sem beðið er með þvottinn þeim mun betur munu buxurnar endast.
„Liturinn í gallaefninu verður máður þar sem efnið krumpast og gefur fallegt útlit. Ef þú þværð buxurnar of snemma þvæst liturinn í burtu jafnt yfir buxurnar, og þar með missa þær töfrana.“
Í stað þess að setja gallabuxur í þvottavél mæla nokkrir framleiðendur með því að setja þær í frysti yfir nótt til að eyða bakteríum. Einnig er hægt að leggja þær út í sólina, eða nota á þær úða sem eyðir lykt.