fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fókus

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“

Fókus
Sunnudaginn 5. október 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm. Hún er í frábæru starfi, á kærasta sem elskar hana og þau eru að fara að stofna fjölskyldu, en ég veit skítuga leyndarmálið hans. Ég veit ekki hvort ég ætti að segja henni það.“

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla dálkinn Dear Deidre.

Þetta byrjaði allt á því að samstarfskona hennar var að segja henni frá gæja sem hún var að hitta.

„Hún hefur verið að tala um ótrúlega kynlíf þeirra í margar vikur. Hún sagðist aldrei hafa hitt neinn sem er svona orkumikill og hún sagði hann vera vitlausan í hana. Hún sagði mér einnig frá öllu því sem þau voru að gera, mismunandi stellingar sem ég vissi ekki einu sinni að væru til.“

En hér er vandamálið. Samstarfskonan sýndi henni myndir af manninum og kannaðist konan heldur betur við hann. Þetta var kærasti systur hennar.

Konan er 26 ára, systir hennar og kærasti eru bæði 29 ára.

„Þau búa ekki saman en eru að leita að íbúð. Mér líður eins og ég hafi völdin til að eyðileggja líf hennar og mér finnst það hræðileg tilhugsun. Það gæti meira segja verið að hún sé nú þegar ólétt og ég vil ekki sundra fjölskyldunni.

Samstarfskona mín er líka mjög hrifin af honum og hefur ekki hugmynd um systur mína. Hvað á ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar og hvetur hana til að segja frá.

„Þú ert ekki að eyðileggja framtíð hennar, ábyrgðin er öll á honum,“ segir Sally.

„Nú er tíminn til að segja eitthvað, hún er að taka stórar ákvarðanir með honum og hún þarf að vita hvernig mann hann hefur að geyma. Gerðu það fyrr heldur en seinna.

Þú getur talað fyrst við kærastann og sagt honum að hann verði að segja henni, annars gerir þú það. Vertu svo til staðar fyrir hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona leit hún út fyrir allar fegrunaraðgerðirnar

Svona leit hún út fyrir allar fegrunaraðgerðirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði íslensks pars í leit að konu fyrir trekant – „Við vitum ekkert hvar við ættum að byrja“

Vandræði íslensks pars í leit að konu fyrir trekant – „Við vitum ekkert hvar við ættum að byrja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún: „Læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki“

Guðrún: „Læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta á sér ekki bara stað í ástarsamböndum – Yfirmaður þinn getur gerst sekur um þetta

Þetta á sér ekki bara stað í ástarsamböndum – Yfirmaður þinn getur gerst sekur um þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti á Ozempic því hún var alltaf með í maganum – Þetta gerir hún í staðinn í dag

Hætti á Ozempic því hún var alltaf með í maganum – Þetta gerir hún í staðinn í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baywatch-bölvunin: Krabbamein, fíkniefnadjöfullinn og ofbeldi

Baywatch-bölvunin: Krabbamein, fíkniefnadjöfullinn og ofbeldi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af andlegri líðan grínista eftir að hann klúðraði uppistandi sem átti að sýna á Netflix

Hafa áhyggjur af andlegri líðan grínista eftir að hann klúðraði uppistandi sem átti að sýna á Netflix
Fókus
Fyrir 5 dögum

J.K. Rowling slær á útrétta sáttarhönd Harry Potter-stjörnu

J.K. Rowling slær á útrétta sáttarhönd Harry Potter-stjörnu