Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla dálkinn Dear Deidre.
Þetta byrjaði allt á því að samstarfskona hennar var að segja henni frá gæja sem hún var að hitta.
„Hún hefur verið að tala um ótrúlega kynlíf þeirra í margar vikur. Hún sagðist aldrei hafa hitt neinn sem er svona orkumikill og hún sagði hann vera vitlausan í hana. Hún sagði mér einnig frá öllu því sem þau voru að gera, mismunandi stellingar sem ég vissi ekki einu sinni að væru til.“
En hér er vandamálið. Samstarfskonan sýndi henni myndir af manninum og kannaðist konan heldur betur við hann. Þetta var kærasti systur hennar.
Konan er 26 ára, systir hennar og kærasti eru bæði 29 ára.
„Þau búa ekki saman en eru að leita að íbúð. Mér líður eins og ég hafi völdin til að eyðileggja líf hennar og mér finnst það hræðileg tilhugsun. Það gæti meira segja verið að hún sé nú þegar ólétt og ég vil ekki sundra fjölskyldunni.
Samstarfskona mín er líka mjög hrifin af honum og hefur ekki hugmynd um systur mína. Hvað á ég að gera?“
Ráðgjafinn svarar og hvetur hana til að segja frá.
„Þú ert ekki að eyðileggja framtíð hennar, ábyrgðin er öll á honum,“ segir Sally.
„Nú er tíminn til að segja eitthvað, hún er að taka stórar ákvarðanir með honum og hún þarf að vita hvernig mann hann hefur að geyma. Gerðu það fyrr heldur en seinna.
Þú getur talað fyrst við kærastann og sagt honum að hann verði að segja henni, annars gerir þú það. Vertu svo til staðar fyrir hana.“