fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Foreldrar Jóns Eyþórs glíma bæði við krabbamein – „Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera?”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Eyþór Gott­skálks­son samkvæmisdansari, sem varð landsþekktur árið 2020 vegna þáttöku hans í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað, greinir frá krabbameinsveikindum móður sinn­ar, Eddu Sverr­is­dótt­ur, í færslu á Instagram. Faðir hans, Gottskálk Friðgeirsson, glímir við tvö krabba­mein, 4. stigs í blöðru­hálskirt­il og hvít­blæði.

Í færslunni fjallar Jón Eyþór um allt það góða, slæma og átak­an­lega sem lífið hef­ur upp á að bjóða.

Jón Eyþór segir að allt hafi breyst þegar móðir hans var greind með briskrabbamein á fjórða stigi, en hann var þá staddur í Asíu og hafði í huga að selja allt og flytja til Tælands.

„Elsku mamma sín, ást­in, árið og lífið. Nú fer að verða liðið ár síðan móðir mín greind­ist með 4. stigs bri­skrabba­mein. Þegar þess­ar hræðilegu frétt­ir bár­ust breytt­ist allt. Ég var stadd­ur á eyj­unni Borneó í Asíu. Rétt á und­an hafði ég sent fjöl­skyldu og vin­um þau skila­boð um að ég væri að koma heim til Íslands aðeins til að selja allt sem ég átti og ætlaði að flytja til Taí­lands. Eins og gef­ur að skilja þá var þetta plan út um glugg­ann. Nú var planið að koma heim og vera for­eldr­um mín­um til halds og trausts. Því ekki má gleyma því að faðir minn er með 2 krabba­mein sjálf­ur, 4. stigs blöðru­hálskirt­il og hvít­blæði.

Ég kom til Íslands og hef verið að gera allt sem í mínu valdi stend­ur til að aðstoða for­eldra mína og vera besti son­ur sem hugs­ast get­ur. Fljót­lega eft­ir að ég kem heim tök­um við Birna Ósk mín upp þráðinn aft­ur eft­ir að hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina ári áður. Síðastliðið sum­ar keypt­um við okk­ur sæta íbúð í Vest­ur­bæn­um sem við elsk­um og ég fór að vinna sem leiðsögumaður aft­ur á fullu. Móðir mín fær síðan blóðtappa í heil­ann og fyr­ir al­gjöra til­vilj­un finnst krabba­mein í heil­an­um á henni. Það fannst snemma sem var já­kvætt upp að vissu marki. En þýddi að krabba­meinið var að dreifa sér. Áfram­hald­andi „chemo“ og geislameðferðir, og enda­laus lyf var staðan.”

Jón ásamt móður sinni
Mynd: Instagram

Í fríi þegar annað áfall reið yfir

Jón Eyþór og Birna ákváðu að fara til Thailands í nóv­em­ber síðastliðnum til að end­ur­hlaða batte­rí­in, ætlunin var að vera í 1-2 mánuði. Segist Jón Eyþór hafa verið með veika von í hjarta að móðir hans hefði heilsu til að kom­ast út til þeirra og eiga góðar stund­ir sam­an.

„Eft­ir 11 daga í para­dís fékk Birna ein­ar verstu frétt­ir sem hún gat fengið. Móður­bróðir henn­ar hafði tekið eigið líf. Hann var henn­ar mesti klett­ur og hafði hjálpað henni á öll­um sviðum lífs­ins og er ástæðan fyr­ir því að hún er edrú í dag. Því miður þá varð þung­lyndið og kvíðinn hon­um of­urliði. Það eina í stöðunni var að drífa sig heim og sorg­in búin að vera mik­il síðan þá.”

Jón Eyþór og Birna kepptu í Spartan hlauðinu í nóvember 2024. Mynd: Instagram

Jólahátíðin og áramótin voru eðlilega erfið að sögn Jóns Eyþórs og ekki mikill hátíðarandi hjá honum og hans nánustu.

„Hátíðirn­ar sner­ust svo­lítið um að finna út hvað mamma hefði lyst á og fá hana til að reyna borða eins mikið hún get­ur. Það tek­ur svaka­lega á konu yfir 70 ára að vera enda­laust að fá dælt í sig eitri á hálfs mánaðar fresti. Fyrri vik­an fer í mikla van­líðan, ógleði, hægðavanda­mál og allt hel­vít­is ógeðið sem fylg­ir þessu. Þegar líður á viku tvö og heils­an aðeins að bragg­ast þá, meira eit­ur. Þetta er lífs­hring­ekj­an sem móðir mín er föst í. Í gegn­um þetta allt sam­an hef­ur móðir mín verið svo já­kvæð og bjart­sýn að það er ótrú­legt. Hún seg­ir trekk í trekk: „I’m a warri­or“. Sem hún er!“

Krabbameinið búið að dreifa sér

Nýlega reið nýtt áfall yfir, krabba­meinið hef­ur dreift sér í lifr­ina. „Þetta þýðir að mamma er nú með krabba­mein í brisi, heila og lif­ur. Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera? Við biðjum og von­um það besta.“

Jón Eyþór fagn­ar fimm og hálfs árs edrúaf­mæli sínu um þess­ar mund­ir og seg­ir það mik­inn sig­ur. Hann hef­ur verið dug­leg­ur að rækta og efla and­lega og lík­am­lega heilsu sína til að halda jafn­vægi í gegn­um öldu­sjó lífsins.

„Ég hef sjálf­ur reynt að halda lík­am­legri og and­legri heilsu í gegn­um allt þetta. Ég æfi Cross­Fit, keppi í Hyrox, hleyp og geri allt sem ég get til að halda jafn­vægi. Nú í janú­ar náði ég þeim merka áfanga að hafa verið edrú í fimm og hálft ár. Þetta gef­ur mér styrk til að halda áfram að vera til staðar fyr­ir mömmu, pabba og alla sem ég elska.“

Hann segir ástæðuna fyrir svo persónulegum skrifum vera einfalda:

„Ég vil minna alla á að vera góð við fólkið sitt. Að vera til staðar, því maður veit aldrei hvað morg­undag­ur­inn ber í skauti sér. Það er ákveðin feg­urð í því óvissu­ástandi sem lífið er. Ég mun halda áfram að vera besta út­gáf­an af sjálf­um mér og aldrei gef­ast upp.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs