Kristbjörg hefur verið gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni síðan 17. júní árið 2017. Þau eiga saman þrjá syni. Fjölskyldan hefur verið búsett í Katar frá árinu 2019.
Sjá einnig: Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
„Fyrir nokkrum dögum heyrði ég af sorglegu fráfalli ungs knattspyrnumanns, aðeins 28 ára, eiginmaður og faðir þriggja barna,“ segir Kristbjörg í færslu á Instagram. Hún er að tala um Diogo Jota, leikmann Liverpool sem lést 3. júlí síðastliðinn.
„Hann lést í bílslysi ásamt bróður sínum, aðeins tíu dögum eftir að hann gifti sig. Ég þekkti hann ekki persónulega en þetta hafði mikil áhrif á mig,“ segir Kristbjörg.
„Ég held að þetta hafi rist djúpt því þetta minnti mig á fólkið sem ég hef elskað og misst allt ofg snemma. Bestu vinkonu mína, Fanneyju, sem lést úr krabbameini árið 2019. Fallegu mágkonu mína, sem við misstum fyrir tæpum tveimur árum. Báðar ungar, lífsglaðar, með börn og alla framtíðina fram undan.
Missir skilur eftir sig djúp spor. Hann fær mann til að efast um allt, hvernig við lifum, hvað við eltum og hvernig við nýtum tímann okkar. Hann gerir hversdagsleg augnablik brothætt og dýrmæt. Síðan þá hef ég séð skilaboð alls staðar: „Lifðu í núinu,“ „ekki bíða með að njóta lífsins“ og „þú gerir svo mikið fyrir framtíð þú gætir aldrei séð.“
Og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá upplifi ég innri togstreitu vegna þessa.
Því legg hart að mér, ég hef markmið og vil ná árangri.
En ég reyni líka að vera til staðar, fyrir börnin mín, eiginmann minn og fjölskyldu. Ég minni sjálfa mig á að það er allt í lagi að svara á morgun, að ég þarf ekki að gera allt í einu og að leyfa ekki pressunni að gleypa mig. En það er samt erfitt að finna hið fullkomna jafnvægi.“
Kristbjörg er með samviskubit, hjartað er að draga hana í aðra átt en markmið hennar.
„Við búum langt frá fjölskyldunni og nú þegar pabbi minn er að berjast við krabbamein spyr ég mig oft: „Erum við að gera rétt?“
En ég veit líka að við tókum þessar ákvarðanir til að gera eitthvað merkingabært, fyrir þau líka.“
Kristbjörg segir að það sé engin handbók um þetta en hún trúir að það sé hægt að vera hugrakkur og að elska, það sé hægt að eltast við markmið en samt verið til staðar og það sé hægt að dreyma um framtíðina en samt njóta augnabliksins.
Lestu færsluna hennar í heild sinni hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki færsluna eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram