fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fókus

Lét banna áhrifavalda í ræktinni – „Það er ógeðslegt að gera einhverjum þetta“

Fókus
Föstudaginn 23. maí 2025 09:51

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Joey Swoll er ófeiminn við að taka fyrir áhrifavalda sem haga sér illa í ræktinni. Hann er með um 8 milljónir fylgjenda á TikTok og 5 milljónir á Instagram.

Nýlega tókst honum að vekja athygli á þremur áhrifavöldum sem hegðuðu sér glæpsamlega í búningsklefa líkamsræktarstöðvar. Þeir birtu myndband af sér í klefanum, vera að hnykla vöðvana en í bakgrunn var maður að skipta um föt. Drengirnir vissu af manninum, enda horfðu þeir á myndbandið áður en þeir birtu það og settu tónlist við, svo svöruðu þeir netverjum sem gerðu grín að manninum í athugasemdum við myndbandið. Það var því mjög augljóst að þetta hafi verið viljandi.

„Ég verð virkilega pirraður að horfa á þetta myndband. Það er ógeðslegt að gera einhverjum þetta. Það að þið strákarnir voruð að passa ykkur að þið myndi sjást í manninn á bak við ykkur. Þið horfðuð á myndbandið áður en þið birtuð það, þið sáuð að hann var að skipta um föt – en ég þurfti að fela manninn,“ sagði Joey.

Joey Swoll setti rauða merkið svo að það myndi ekki sjást í manninn. Skjáskot/TikTok

Hann setti rautt merki yfir manninn í myndbandinu, en drengirnir höfðu ekki gert það heldur birtu það þar sem sást í manninn skipta um föt.

„Síðan sáuð þið athugasemdir frá fólki sem var að gera grín að manninum. Hvað er að ykkur? […] En þið strákarnir fáið að læra lexíu í dag. Það er pottþétt skilti einhvers staðar í búningsklefanum sem segir að myndatökur séu bannaðar þarna inni. Veistu af hverju? Því þetta er ólöglegt […] þetta er álitið glæpur og ég vona að einhver kannast við þessa líkamsrækt svo þið verðið bannaðir og að þessi maður kæri ykkur.“

@thejoeyswoll UPDATE* They have been banned from the gym! #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll

Málið vakti gríðarlega athygli og fékk fyrsta myndbandið sem Joey birti yfir 15 milljónir áhorfa. En næsta myndband, með nýjum fréttum af málinu, fékk rúmlega 30 milljónir áhorfa, en margir voru ánægðir að það væri eitthvað réttlæti.

Joey sagðist hafa komist að því hvaða líkamsræktarstöð þetta hafi verið, rætt við talsmenn þess og fengið þær góðu fréttir að drengirnir væru nú bannaðir á stöðinni og öllum öðrum stöðum í eigu fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefnd Diddu Morthens – Bráðskemmtileg saga um einbeittan brotavilja sextugrar konu

Hefnd Diddu Morthens – Bráðskemmtileg saga um einbeittan brotavilja sextugrar konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún gefur út sumarsmell sem fær alla til að dansa inn í sumarið!

Jóhanna Guðrún gefur út sumarsmell sem fær alla til að dansa inn í sumarið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði