fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Hugh Jackman staðfestir loksins orðróminn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 09:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Hugh Jackman og leikkonan Sutton Foster eru loksins búin að opinbera sambandið.

Undanfarna mánuði hefur verið hávær orðrómur á kreiki um að þau séu saman, en ekki nóg með það þá á hann að hafa haldið framhjá fyrrverandi eiginkonu sinni, Deborru-Lee Furness, með Foster.

Leiðir Jackman og Furness skildu í september 2023 eftir 27 ára hjónaband. Furness hefur ekki tjáð sig um meint framhjáhald en vinkona hennar virtist staðfesta orðróminn í nóvember í fyrra.

Hugh Jackman og Sutton Foster. Mynd/Getty Images

Í lok október síðastliðnum var greint frá því að Sutton Foster hafði sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, handritshöfundinum Ted Griffin, eftir tíu ára hjónaband.

Sagt var að hún væri að slá sér upp með Jackman, en þau léku bæði í Broadway-sýningunni The Music Man, frá desember 2021 til janúar 2023.

En hvorki Jackman né Foster vildu staðfesta sambandið, þar til nú. Það mætti segja að þau hafi „staðfest“ það með því að hætta að leyna sambandinu. Þau voru mynduð haldast í hendur á stefnumóti í Santa Monica í Kaliforníu í gær. People birti myndirnar.

Sjá einnig: Hugh Jackman í hringiðu framhjáhaldsskandals – Vinkona fyrrverandi leysir frá skjóðunni

Eins og sjá má hér að neðan þá hafa fréttirnar vakið mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“