fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Sterkasti maður Íslands byrjar í dag – Hafþór Júlíus keppir – Mótshaldarinn með áskorun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppnin Sterkasti maður Íslands verður haldin í dag (föstudag) og á morgun (laugardag). Keppt verður í dag í Thor Power Gym, Dalvegi, Kópavogi, kl. 17. Á morgun verður keppnin haldin Í Tryggvagarði á Selfossi og hefst þá kl. 13:30.

Meðal keppenda er kraftajötuninn og leikarinn frægi Hafþór Júlíus.

Keppnin Sterkasti maður Íslands á sér langa sögu og er hér um 40 ára afmælismót að ræða.

„Jón Páll hóf þennan feril að vissu leyti með því að dansa með Húsafellshelluna í Laugarhalshöll árið 1985 og það hreif landsmenn þvílíkt. Síðan hefur þessu verið haldið gangandi og það verða eflaust önnur 40 ár í viðbót. Jón Páll hitti landsmenn þarna í hjartastað sem áttuðu sig á því að við erum með kraftahefð hérna og þessi viðburðir gætu orðið vinsælir,“ segir Hjalti Árnason mótshaldari.

Á dögunum voru fréttir af því að 13 ára stúlka hafi lyft Húsafellshellunni. Hjalti hefur sínar efasemdir um það atvik en vill ekki útlista þær nánar. Hins vegar leggur hann fram áskorun:

„Ef það kemur 13 ára stelpa á mótið og lyftir hellunni þá skal ég persónulega greiða henni hálfa milljón króna,“ segir hann. Þessi áskorun er hér með orðin opinber.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér