fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Hélt að hún væri gift umhyggjusömum fjölskyldumanni

Fókus
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 21:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt að ég væri gift umhyggjusömum og trygglyndum fjölskylduföður. En ég komst nýlega að því að hann hefur sofið mörg hundruð sinnum hjá vændiskonum.“

Svona hefst bréf konu til Sally Land, sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun. Konan er 52 ára og eiginmaður hennar er 56 ára. Þau hafa verið gift í 25 ár og eiga saman tvo uppkomin börn.

„Ég vissi að það væri eitthvað gruggugt í gangi þegar ég var að fara yfir bankayfirlitið okkar og sá einhverjar skrýtnar millifærslur.

Eiginmaður minn ferðast oft á milli landa vegna vinunnar en hann notar þá fyrirtækjakortið sitt.

En í þetta skipti tók hann út pening af reikningnum okkar. Hann var í Amsterdam.

Ég pældi ekkert mikið í því þar til ég sá orðin „De Wallen“ á yfirlitinu, sem ég veit að er í Rauða hverfinu. Ég var miður mín um leið og ég fattaði það.

Ég talaði við hann um þetta um leið og hann kom heim og hann játaði allt saman. Hann brotnaði niður og viðurkenndi að hann hefur verið að sofa hjá vændiskonum í mörg ár. Þegar ég spurði hversu mörgum sinnum sagðist hann ekki vita það en það væri allavega nokkur hundruð skipti.

Það versta er að hann sagði að það hafi verið með mörgum konum en að hann hafi farið margoft til sömu tveggja vændiskvennanna.

Ég veit að breytingarskeiðið hefur haft mikil áhrif á kynlífið okkar en mér hefði aldrei dottið í hug að hann myndi svíkja mig á þennan hátt. Nú er hann að grátbiðja mig um fyrirgefningu og lofar að gera þetta aldrei aftur.

Ég vil ekki fara frá honum en ég horfi ekki sömu augum á hann lengur. Hvernig getum við unnið úr þessu?“

Ráðgjafinn svarar:

„Eiginmaður þinn hefur svikið þig og eyðilagt allt traust á milli ykkar.

Áður en þið horfið fram á veginn þá þarftu að tala við hann og spyrja hvað það er sem honum finnst vanta í sambandið. Þú minntist á breytingarskeiðið og áhrifin á kynlífið, er það nánd sem honum finnst vanta?

En ef það er einhver leið til að bjarga hjónabandinu þá þarf hann að leggja hart að sér til að vinna sér inn traust hjá þér á ný. Vertu skýr og segðu honum að hann fái aðeins eitt tækifæri, og stattu við það. Því annars áttu mjög leiðinlegt líf fram undan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Í gær

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið