fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Stórstjarnan afhjúpar allt í endurminningum sínum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gyðja poppsins, stórstjarnan Cher er tilbúin að segja frá öllu, en hún tilkynnti í dag að hún mun gefa út endurminningar sínar í tveimur hlutum.

„Eftir meira en sjötíu ára baráttu fyrir því að lifa lífi sínu á eigin forsendum, birtir Cher loksins sanna sögu sína í nánum smáatriðum,“ segir í lýsingu HarperCollins Publishers.

„Þetta er of stórt líf fyrir aðeins eina bók,“ segir útgefandinn HarperCollins.

Fyrri bókin, sem er 480 blaðsíður, kemur í verslanir 19. nóvember og sú síðari er væntanleg einhvern tímann árið 2025.

Í Cher: The Memoir, Part One mun söngkonan rifja upp bernsku sína og hjónaband með Sonny Bono, þar sem hún lýsir „mjög flóknu sambandi sem gerði þau heimsfræg, en hrakti þau að lokum í sundur.“

Cher var gift Bono frá 1964 til 1975 og áttu þau soninn Chaz Bono, 55 ára. Hún var síðan gift Gregg Allman frá 1975 til 1979 og áttu þau soninn Elijah Blue Allman, 48 ára.

Sonny og Cher
Mynd: Getty

Endurminningar Cher varpa ljósi á heiðarleika og húmor hennar, að sögn útgefanda, og segja frá því hvernig hún varð stórstjarna sem hefur verið á toppi Billboard vinsældalistans í sjö áratugi.

Cher tilkynnti fyrst árið 2017 að hún væri að vinna að endurminningum sínum, en á síðasta ári sagði hún í The Tonight Show Starring Jimmy Fallon að hún hefði guggnað og lagt skrifin á hilluna.

„Ég setti ekki inn suma hluti sem þurftu að vera sagðir, og þeir eru ekki þægilegir, en þeir þurfa að vera með, svo ég verð að mana mig upp og hefja skrifin aftur,“ sagði Cher. 

Sagði hún að lokin yrði löng þegar hún yrði fullskrifuð. „Ég hef lifað of lengi og gert of mikið, þannig að bókin ætti að vera eins og alfræðiorðabókin að stærð,“ sagði hún í gríni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brotnaði niður við lærdóminn

Brotnaði niður við lærdóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“