fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Fókus
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Bob Newhart, sem var frægur fyrir sviplausa (e. deadpan) brandara sína, er látinn 94 ára að aldri. Frá þessu greinir upplýsingafulltrúi hans.

Hann lést í morgun eftir stutt veikindi. Upplýsingafulltrúinn, Jerry Digney, kallar andlát grínistans kaflaskil í sögu grínsins.

Newhart hóf feril sinn eins og svo margir aðrir í uppistandi en síðar færði hann sig á stóra skjáinn þar sem hann lék helst í sjónvarpsþáttum. Hann hefur fengið fjölda viðurkenninga. Svo sem Grammy-verðlaunin, Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun. Árið 2002 fékk hann Mark Twain verðlaunin fyrir framlag sitt til bandarísku grínsenunnar.

Síðustu ár lék hann í gamanþáttunum Big Bang Theory þar sem hann lék sjónvarpsvísindamanninn Professor Proton.

Hann lætur eftir sig fjögur börn og tíu barnabörn, en eiginkona hans, Ginnie Newhart lést í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum