fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Stjarnan braut lög á Íslandi – „Þetta var þess virði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2024 13:01

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska kántrístjarnan Kacey Musgraves var í fríi á Íslandi í október í fyrra og braut óvart lögin ásamt umboðsmanni sínum, Bobby.

Kacey greindi frá lögbrotinu í spjallþætti Jimmy Fallon í gær. Hana langaði svo að sjá norðurljósin á meðan hún var á Ísland. Þau Bobby ákváðu að fara á vit ævintýranna og keyrðu í nokkra klukkutíma í von um að sjá þau.

Þau sáu smá norðurljós, ekki mikið en urðu að láta það nægja þar sem langur dagur var fram undan næsta dag og þau þurftu að drífa sig til baka á hótelið. Þau keyrðu hratt til baka og allt gekk vel, eða svo héldu þau.

„Tveimur vikum seinna fékk Bobby bréf og við greinilega brutum lögin á Íslandi. Við fengum hraðasekt,“ sagði hún við Jimmy Fallon við hlátraköll áhorfenda.

Kacey sagði að sektin hafi aðeins verið um 1400 krónur, eða tíu dollarar.

„Þetta var þess virði, augljóslega. En það sem var svo fyndið var að í bréfinu var mynd af okkur, ég tók ekki eftir neinu tæki þegar við vorum að keyra.“

Hún sýndi Fallon myndina.

Þau voru gripin glóðvolg með hraðaljósmyndavél.

Kántrístjarnan segir frá þessi betur í myndbandinu hér að neðan.

@fallontonight @kaceymusgraves accidentally broke the law while she was in Iceland for Deeper Well 👀 #FallonTonight #TonightShow #KaceyMusgraves #DeeperWell ♬ original sound – FallonTonight

Kacey er vel þekkt tónlistarkona og hefur hún unnið til sex Grammy-verðlauna á ferli sínum þrátt fyrir að vera aðeins 35 ára gömul. Fylgjendur hennar á Instagram eru 2,3 milljónir talsins.

Hún birti skemmtilegt myndband af sér í Bláa lóninu þegar hún var stödd á Íslandi sem vakti mikla athygli.

Sjá einnig: Ferðalag stjörnunnar til Íslands var ekki eins og hún hafði ímyndað sér – Sjáðu myndbandið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður