fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Ferðalag stjörnunnar til Íslands var ekki eins og hún hafði ímyndað sér – Sjáðu myndbandið

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 20. október 2023 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska kántrístjarnan Kacey Musgraves er stödd á Íslandi þessa dagana og hún birti býsna skemmtilegt myndband af sér í Bláa lóninu í gær sem vakið hefur talsverða athygli.

Íbúar á suðvesturhorninu fengu vafalítið að finna fyrir gulu viðvöruninni sem var í gildi í gær með tilheyrandi roki og rigningu.

Kacey ákvað að láta leiðinlega veðurspá ekki á sig fá og skellti sér í Bláa lónið. Hún birti myndband á Instagram-síðu sinni frá heimsókn sinni í lónið en í byrjun myndbandsins birti hún fallegar myndir frá Getty Images af gestum í fullkominni afslöppun í lóninu – eitthvað sem hún hafði vonast eftir að fá að upplifa.

Annað kom á daginn og áttu Kacey og vinkonur hennar í fullu fangi við að berjast við vindinn og halda drykkjunum sínum ofan í glösunum.

Kacey er vel þekkt tónlistarkona og hefur hún unnið til sex Grammy-verðlauna á ferli sínum þrátt fyrir að vera aðeins 35 ára gömul. Fylgjendur hennar á Instagram eru 2,3 milljónir talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram