fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Spennandi tímar hjá Gímaldin: Nýtt lag og tónleikar væntanlegir

Fókus
Föstudaginn 4. október 2024 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er að gerast hjá tónlistarmanninum Gímaldin sem sendir nú frá sér nýja tónlist og boðar tónleika. Af því tilefni sendi Gímaldin DV eftirfarandi grein:

Út er komin sínglan Flúðir – Það spáði okkur völvan. Hana má finna á flestum streymisveitum, en einnig er til vídjó sem sýnir tablatúr fyrir gítarhlutann í laginu.

Lagið er mastererað af Sigurdór Guðmundssyni í Skonrokk.

Flúðir er lag úr nótnahefti sem kemur vonandi út fyrir jól. Nótnaheftið heitir H-gítar píanó próekt og inniheldur 10 lög fyrir h-gítar, fortepíanó og söng. gímaldin útsetti en var liðsinnt af Þorkel Atlasyni við nótnasamsetninguna, og Snorra Sigfúsi sem leikur píanópartinn í upptökuhluta laganna.

H-gítar píanó próekt kemur einvörðungu út sem nótnahefti, en þar sem útgáfan er sérstaklega hugsuð fyrir unga og upprennandi hljóðfæraleika, og ekki síður þau eldri sem áður voru ung og upprennandi, og leika núna einstaka stundum á stofupíanóið og hvorug þaulvön nótnalestri, þótti tilhlýðilegt að hafa til reiðu hljóðupptöku sem mætti bera saman við í lestrinum.

Því er, eða verður, H-gítar píanó próekt aðgengileg á streymisveitum, þó því fari fjarri að hún komi út í neinu öðru formi en sem nótnabók.

Það var fjallað um bakgrunn verkefnisins í grein í þessum sama miðli fyrir um ári, þegar kynntir voru tónleikar í Hofi, þegar verkið var flutt í fyrsta og einasta skipti.

En það má summa upp að próektið byrjaði út frá vangaveltum um rytmíska lókaliseringu, eða hópamyndun. Hvernig hljóðfæri með lík rytmísk séreinkenni hópast eða lenda saman frekar en þau sem hafa gerólík einkenni.

Í sem stystu máli, algengara er að finna í dans og rokk tónlist hljóðfæri með hratt attack meðan í formum „klassískrar“ tónlistar er auðveldara að finna rými fyrir hægara attack.

Það er hægt mál að láta Boogie Woogie fortepiano ganga saman með taktvissum metalgítar, en það á ekki hið sama við

19aldar söngljóðapíanó.

Það er ekki ástæða til að ræða meira í bili um nótnaheftið sem er ekki komið út.

En þó má athuga síngúlinn Flúðir.

12. janúar verður gímaldin með tónleika á Sígildum sunnudögum í Hörpu, það er sunnudag klukkan 16, 2025.
Leiknar verða og frumfluttar spánýjar útsetningar á verkum úr Kinly Related Metal Reggaes seríunni fyrir gítar og strengjasynta. Um er að ræða 100 % lifandi flutning í bland við 100 % midistýringar.
Verkin eru 7 talsins,

  • En liten tribjut til Saga Norén – New Ringtone-extravaganza
  • Martin Rohde theme – Ringtone Reggae extravaganza
  • Bach For Beata
  • Sonat fyrir Sissa
  • Jessica Jones’ Own Ringtone Reggae Theme Song
  • Big Country Ball með Bree í Byggð

Og hafa fyrstu 4 oftast verið leikin sem elektrómetall, með trommuheila, prógrameruðum syntabassa undir lifandi rafmagnsgítar. Eitt verkið hefur aðeins verið flutt einusinni og þá með lúðrasveit og annað í samsýningu með Evu Bjarnadóttur myndlistarmanni á Fagurhólsmýri.

Útgáfurnar sem nú verða fluttar eru alveg nýjar og eingöngu útbúnar fyrir þetta tilefni. Það má heyra örkynningar á youtube síðu gímaldins, einnig eru elektrómetal útgáfur af elstu verkunum á Soundcloud.

Kinly Related í strengjasyntaheimi er óbeint en um leið beint framhald á áðurnefndri skoðun á því hvernig eðlislegur skyldleiki stjórnar að mjög miklu leyti hvaða hljóðfæri hafa tilhneigingu til að hópast saman í tónlistarstefnu eða hjóma.

Kinly Related Metal Reggaes sem einsog titlar gefa til kynna innihalda bæði stemmningar sem henta vel fyrir hljóðfæri með hægu attacki, og form sem kalla á umtalsverða endursköpun.

Það má því segja að þetta verði yfirlitstónleikar með meira og minna nýju efni.

Því er ráð að tryggja sér miða sem fyrst. Og vonandi sjáumst við sem flest. Miðasala er hér.

(Ljósmyndir tók Yaroslav Nordlys)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025