Kira Jade Nixon var ekki há í loftinu þegar hún var búin að ákveða hverjum hún ætlaði að giftast. Í myndbandi sem hún deildi á Instagram má sjá hana fjögurra ára gamla árið 1992 í prinsessukjól. Faðir hennar spyr hana: „Hvaða strák ætlar þú að giftast? Þá heyrðist Kira segja: „Ég á engan, bara Timmy!“ „Timmy?“ spyr faðir hennar.„Timmy Mixon! Já!“
22 árum seinna giftist hún Timmy og hafa þau nú verið gift í áratug. Fjölskyldur þeirra hafa verið tengdar í mörg ár og hitti hún Timmy fyrst í sunnudagaskólanum.
„Hann fór að syngja í kirkjunni og mér fannst hann bara sætasti strákurinn í heiminum,“ segir Kira.
Þegar Kira varð eldri flutti hún frá heimabæ þeirra, en þau héldu sambandi af og til. Þegar hún loksins flutti aftur heim sáu þau hvort annað aftur í kirkjunni. Timmy segir að hún hafi strax gripið athygli hann og hann hafi bauð henni á kaffihús.
Nokkrum mánuðum eftir að þau byrjuðu saman, stakk mamma Kira upp á að horfa á gömul heimamyndbönd af henni. Það var þá sem þau fundu myndefnið af því að þegar Kira sagðist ætla að giftast Timmy.
„Ég sagði bara: „Jæja, hann verður að giftast mér núna. Þú getur ekki sagt nei við þessa sætu fjögurra ára stelpu,“ segir Kira.
View this post on Instagram
Parið trúlofaðist árið 2012 og giftu sig tveimur árum síðar seinna.
„Mig dreymdi um að vera sviðslistamaður og gera alls konar hluti, og ég fékk að gera þá alla, en ég vildi líka bara vera heimavinnandi mamma og búa á sveitabæ. Og svo þegar ég hafði gert allt það sem mig langaði til að gera og var með á „Bucket-listanum“ mínum þá var ég tilbúin til að gifta mig.“