fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Segja þetta ískyggilega vísbendingu um að Liam Payne hafi vitað að hann myndi kveðja snemma

Fókus
Föstudaginn 18. október 2024 08:53

Liam Payne. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne lést í Buenos Aires í Argentínu á miðvikudaginn, aðeins 31 árs að aldri. Hann féll niður af þriðju hæð hótels í borginni.

Aðdáendur hafa verið að rýna í gömul lög og telja margir sig hafa fundið vísbendingu um að Payne hafi lengi vitað að hann myndi ekki lifa lengi.

Sjá einnig: Telja Liam Payne hafa verið nánast eða alveg meðvitundarlaus þegar hann féll

„Ég var alltaf að fara að lifa hratt, deyja ungur“

Aðdáendur um allan heim syrgja söngvarann og hafa sumir bent á að Payne virtist hafa spáð sorglegu endalokum sínum í lagatexta.

Payne var í vinsælu strákasveitinni One Direction. Hljómsveitin hætti árið 2016 og fóru allir meðlimir sína leið. Payne gaf út eina sólóplötu, LP1, árið 2019.

Sjá einnig: Myndir af hótelherbergi Liam Payne veita óhugnanlega innsýn í síðustu augnablik söngvarans

Á plötunni er lagið „Live Forever“ og telja aðdáendur lagatextann vísbendingu um að söngvarinn hafi vitað að hann myndi kveðja þennan heim snemma.

„I was always gonna live fast, die young […]

Burn birght, burn out […]

Reckless, restless, I let it get so hectic. All the way up with my head in the sky, too much, too gone, too many, too fun.“

Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan.

Fjölskylda Payne birti yfirlýsingu í gær og bað um andrými:

„Við erum miður okkar. Liam mun ávallt lifa í hjörtum okkar.“

Payne skilur eftir sig sjö ára son, Bear, sem hann átti með bresku söngkonunni Cheryl Tweedy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram