Andrúmsloftið virtist vera spennuþrungið á tískusýningu Balenciaga þegar leikkonurnar Nicole Kidman og Salma Hayek skiptust á orðum.
Myndband frá kvöldinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Kidman virðist ýta hendi Hayek í burtu þegar þær stilltu sér upp fyrir mynd með söngkonunni Katy Perry.
„Ekki snerta mig,“ virtist Kidman segja þegar hún færði hönd Hayek.
Horfðu á það hér að neðan.
Os fotógrafos tirando fotos da Salma Hayek até a Nicole Kidman parar bem na frente dela e soltar um “don’t touch me” que deixou até a Katy Perry sem graça 😳 pic.twitter.com/3z5RK6Jfr1
— Central Reality (@centralreality) October 12, 2024
Hvorki Kidman né Hayek hafa tjáð sig um málið.