fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Hætt með unga kærastanum – Gott kynlíf ekki nóg til að láta samband ganga

Fókus
Fimmtudaginn 3. október 2024 07:25

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kristin Cavallari og áhrifavaldurinn Mark Estes eru hætt saman.

Samband þeirra vakti athygli, bæði vegna frægðar Kristin og aldursmunar þeirra. Hún er 37 ára og Mark er 24 ára.

Í byrjun september sagði Kristin kynlíf með Mark vera það besta sem hún hefur upplifað.

Sjá einnig: Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað

En kynlíf er ekki nóg til að láta samband ganga og skildu leiðir þeirra sjö mánuðum eftir að þau byrjuðu saman.

Þau hafa bæði tjáð sig um sambandsslitin opinberlega. Kristin sagði að Mark hafi verið „besti kærasti sem ég hef átt.“

„Ég hætti með Mark því ég vissi að langtímasamband myndi ekki ganga,“ sagði Kristin í eigin hlaðvarpsþætti, Let‘s Be Honest.

„Það gerðist ekkert, við hættum ekki að elska hvort annað, enginn hélt framhjá, enginn var vondur. Það gerði enginn neitt. Þannig sambandsslit eru alltaf erfiðust, finnst mér.“

Aldursbilið erfitt

Kristin sagði aldursmuninn á milli þeirra hafa skipt meira máli en hún hélt.

„Ég bara veit að hann þarf að upplifa lífið. Hann er ungur, ég meina, hann er það […] Ég hugsa til baka þegar ég var 24 ára og hversu mikið hefur gerst í lífi mínu síðan þá. Þetta eru mikilvæg ár, mótandi ár, og síðan finnur maður sig og hann þarf að geta gert það.“

Kristin á þrjú börn, frá átta til tólf ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, NFL-leikmanninum Jay Cutler,

Þó að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta saman þá segist Kristin viss um að það hafi verið rétt ákvörðun.

„Ég veit að einn daginn mun hann horfa til baka og skilja ákvörðun mína. Og ég held reyndar að einn daginn mun hann þakka mér fyrir. Ég sé ekki eftir neinu. Ég sé ekki eftir því að hafa opinberað samband okkar. Ég sé ekki eftir því að hafa kynnt hann fyrir börnunum mínum.“

Ást og virðing

Mark hefur nú rofið þögnina um sambandsslitin.

„Mark hefur gríðarlega ást og virðingu fyrir Kristin og tíma þeirra saman. Hann er að einbeita sér að framtíð fyrirtækja hans og verkefni hans með Vice Studios,“ sagði talsmaður áhrifavaldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Í gær

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“