fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Ellý spáir fyrir Guðna Th. og hvort hann verði áfram á Bessastöðum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. janúar 2024 09:15

Ellý spáir fyrir forsetanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármannsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún spáir fyrir Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Ellý Ármanns, ein eftirsóttasta spákona landsins, mætti með tarot-spilin í áramótaþátt Fókuss og spáði fyrir nokkrum þekktum einstaklingum, þar á meðal forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.

Við spurðum: „Ætlar hann að bjóða sig aftur fram á næsta ári?“

„Orkan í kringum Guðna, hún er svo létt og svo góð, það er svo mikil kærleiksorka. Það er því hann hefur upplifað alls konar, ekki veit ég hvað hann upplifði en það er langt, langt síðan. En þess vegna er hann svona örlátur og þakklátur og gjöfull,“ segir Ellý og heldur áfram:

„Hann er á fjarkanum 2024 og heldur áfram að vera í birtunni. Hann mun vera forsetinn okkar áfram. Konan hans, Eliza Reid, á eftir að fara í eitthvað nýtt hlutverk. Hún er sýnd hér og hún á eftir að blómstra og hann styður hana í öllu sem hún gerir, en hún á eftir að taka U-beygju og gera eitthvað allt annað.“

Forsetahjónin Guðni Th. og Eliza Reid.

Hún spáir meira fyrir forsetahjónunum í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af áramótaþætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Ellý spáði líka fyrir:

Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórninni

Sunnevu Einarsdóttur, áhrifavaldi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Hide picture